Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 60
Náttú rufræðingurinn Nöfn bæja í Litlahéraði Bær Fór í eyði Aths. Bakki Berjahólar 1632 Breiðá (Breiðármörk) 1698 Bænhús Eyrarhom 1362 eða fyrr títkirkja Fagurhólsmýri í byggð Byggð á seinni öldum Fjall (Fell) 17. öld? Hvarf í jökul Freysnes 1362 Gröf 1362 Gröf eystri 1362 Hellir eystri Hlaðnaholt Hnappavellir 1 byggð títkirkja Hof í byggð Alkirkja Hofsnes f byggð Hólar Bænhús? Hreggás (Vindás?) Húsavík Jökulfell 1350 títkirkja Krossholt Kvísker í byggð Langanes Nes E.t.v. ekki bæjarnafn Rauðilækur 1362 Alkirkja Salthöfði (Bær) 1362 Sandfell 1947 Hálfkirkja Sandhöfði Skaftafell f byggð Skammstaðir Skarð E.t.v. ekki bæjarnafn Steinsholt Svínafell í byggð (Kirkja) Svínanes Má líka vera að erfitt sé að ákveða aldur þeirra, vegna þess að hlaupið frá Öræfajökli 1727 fór um þetta svæði.20 Ég er ekki fær um að aldurs- greina þessar flóðmenjar en grunar að þær séu ekki yngri en kambamir við Kvíárjökul sem Sigurður athug- aði og getið verður. Það er örugg heimild fyrir því að kirkjan á Rauða- læk stóð eftir gosið 1362 og að kirkjustæðið var óskemmt til 1682. En það er með öllu útilokað að nokkuð hefði sést eftir af kirkjunni eftir þær hamfarir sem enn sjást minjar um á milli Svínafells og Sandfells ef þær væru frá 1362. Ekki er til lýsing af Öræfajökli fyrir gosið en nafnið Hnappafells- jökull segir dálítið og mestar líkur munu vera til að hann sé lítið breyttur. Aðalafrennsli jökulíss frá sléttunni sem hylur öskjuna er Kvíárjökull og ef eldgos hefði komið upp innan öskjunnar, hlyti aðal- flóðið frá því að fara niður Kví- árjökul, og vafalaust hefði það verið svo öflugt að það hefði jafnað út kambana við hann. En einu merkin sem örugglega eru eftir þetta gos, fyrir utan vikurinn, eru merki um flóð sem komið hefur milli Hnappa- valla og Kvíármýrar, sem áður hefur verið minnst á, og hefur verið allt að fjóra og hálfan km að breidd. Nú er það svo að kambamir sýnast ekki mjög gamlir, því á 19. öld fyllti jökullirtn alveg upp milli þeirra og frá jöklinum hrapaði möl og steinar niður eftir hlíðum þeirra og mun það hafa villt suma sem litið hafa, um aldur þeirra. Einn þeirra var Sigurður Þórarinsson, sem þá hafði aðeins litið á þá frá veginum. En þegar hann sá í Hnappavallamál- daga, sem talinn er vera frá 1343,8 að kirkjan hafði átt skóg í Kví- skerjalandi, milli Kambskarðs og Vattarár, fannst honum sjálfsagt að athuga kambana almennilega og niðurstaða hans var að þeir myndu vera um 10 þúsund ára að stofni til. Ekki dettur mér í huga að halda því fram að aldrei hafi komið gos úr öskju Öræfajökuls en ég tel þó trúlegra að það hafi ekki gerst nú í 10 þúsund ár, því að frá því mundu kambamir segja. En það mun rétt sem Sigurður Þórarinsson sagði mér að í gömlum eldfjöllum væri algengt að gos kæmu neðan efstu hæðar. Og góðar heimildir em um að svo var það með gosið í Öræfajökli árið 1727 og er hluti þess svæðis nú jökullaus. En þó ekki séu heimildir um hvar í jöklinum gosið 1362 var, má vel vera að hægt sé að átta sig á því með athugun. Er þá fyrst að sjá hvaðan flóðið, sem komið hefur austan Hnappavalla, hefur komið, en vera má að vikurinn geti einnig borið vitni um nálægð staðarins. Á Sléttubjörgum má sjá að nokkuð stórir vikursteinar hafa fallið, að því er virðist í gosbyrjun, því ekki hef ég séð undir þeim smágerðan vikur. Steinar þessir hafa flestir brohrað x allmörg stykki, en slíkir steinar virðast hafa að mestu fallið á takmörkuðu svæði og væri fróðlegt að vita hvað því hefur valdið. ° 130

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.