Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vitnisburður annála um gosið mikla í Öræfajökli og eyðingu Litlahéraðs. Höfundur hefur fært rök að því að gosið mikla sem Flateyjarannáll getur um 1350 og Skálholtsannáll 1349 sé ekki gos úr Öræfajökli heldur hafi það orðið í grennd við Grímsvötn. Skálholtsannáll 1349: Eldsuppkváma, myrkur svo mikið að eigi sá vegu um miðdegi. Flatevjarannáll 1350: Eldsuppkoma í Hnappafellsjökli og myrkur svo mikið að eigi sá vegu um miðdegi og aleyddist allt Litlahérað. Annálsbrot frá Skálholti 1362: Eldur uppi í þremur stöðum fyrir sunnan, og hélst það frá fardögum til hausts með svo miklum býsnum, að eyddi allt Litlahérað og mikið af Hornafirði og Lónshverfi, svo eyddi 5 þingmannaleiðir. Hér með hljöp Knappafellsjökull fram í sjó, þar sem var þrítugt djúp, með grjótfalli, aur og saur, að þar urðu síðan sléttir sandar. Tók og af tvær kirkjusóknir með öllu, að Hofi og Rauðalæk. Sandurinn tók í miðjan legg á sléttu, en rak saman í skafla svo að varla sá húsin. Öskufall bar norður um land svo að sporrækt varð. Það fylgdi og þessu að vikurinn sást reka hrönnum fyrir Vestfjörðum að varla máttu skip ganga fyrir.1 Gottskálksannáll 1362: Eldsuppkoma í sex stöðum á íslandi. í Austfjörðum sprakk í sundur Knappafellsjökull og hljóp ofan á Lómagnúpssand svo að af tók vegu alla. Á sú í Austfjörðum, er heitir Úlfarsá, hljóp á stað þann, er heitir að Rauðalæk, og braut niður allan staðinn, svo að ekki hús stóð eftir nema kirkjan.2 Oddaverjaannáll 1366: Eldsuppkoma í Litlahjeraði og eyddi allt hjeraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæjir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall.2 Lögmannsannáll 1367: Eldsuppkváma í Litlahéraði og eyddi allt héraðið.2 Biskupaannálar, mið 14, öld: .... hafði það skeð, að jökullinn hafði hlaupið fram austur í Öræfum, og tekið af á einum morgni og í einu flóði XL bæja, en VIII hafi eptir staðið, sem nú standa og þar komst enginn maður undan, utan presturinn og djákninn frá Rauðalæk; það er nú eyðijörð fram undan Sandfelli, og kirkjan stóð þar um allt flóðið, en var þó ekki gjörð utan af tré; hún er nú komin til Sandfells, og það hafa menn sagt að þar sjáist víða enn merki til bæja, bæði grjót og hellur.2 íslandslvsing Odds Einarssonar 1971: Árið 1363 gaus einnig annað fjall, Knappafellsjökull. Spjó það auk aurs og ösku slíku magni af vikri og hrauni á haf út, að við aðstreymið fyllti þetta allar nærliggjandi fjörur.21 Undur Islands eftir Gísla Oddsson: Hnappafellsjökull, fjöll, sem svo eru nefnd, vegna þess að eitthvert fellið er einkennilega hringkollótt eins og hnappur; sagt er, að hann hafi gosið árið 1363 og ef til vill á sama tíma sópað á brott heilli sveit, nálega 50 býlum, og skolað á sjó út.22 131

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.