Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vitnisburður annála um gosið mikla í Öræfajökli og eyðingu Litlahéraðs. Höfundur hefur fært rök að því að gosið mikla sem Flateyjarannáll getur um 1350 og Skálholtsannáll 1349 sé ekki gos úr Öræfajökli heldur hafi það orðið í grennd við Grímsvötn. Skálholtsannáll 1349: Eldsuppkváma, myrkur svo mikið að eigi sá vegu um miðdegi. Flatevjarannáll 1350: Eldsuppkoma í Hnappafellsjökli og myrkur svo mikið að eigi sá vegu um miðdegi og aleyddist allt Litlahérað. Annálsbrot frá Skálholti 1362: Eldur uppi í þremur stöðum fyrir sunnan, og hélst það frá fardögum til hausts með svo miklum býsnum, að eyddi allt Litlahérað og mikið af Hornafirði og Lónshverfi, svo eyddi 5 þingmannaleiðir. Hér með hljöp Knappafellsjökull fram í sjó, þar sem var þrítugt djúp, með grjótfalli, aur og saur, að þar urðu síðan sléttir sandar. Tók og af tvær kirkjusóknir með öllu, að Hofi og Rauðalæk. Sandurinn tók í miðjan legg á sléttu, en rak saman í skafla svo að varla sá húsin. Öskufall bar norður um land svo að sporrækt varð. Það fylgdi og þessu að vikurinn sást reka hrönnum fyrir Vestfjörðum að varla máttu skip ganga fyrir.1 Gottskálksannáll 1362: Eldsuppkoma í sex stöðum á íslandi. í Austfjörðum sprakk í sundur Knappafellsjökull og hljóp ofan á Lómagnúpssand svo að af tók vegu alla. Á sú í Austfjörðum, er heitir Úlfarsá, hljóp á stað þann, er heitir að Rauðalæk, og braut niður allan staðinn, svo að ekki hús stóð eftir nema kirkjan.2 Oddaverjaannáll 1366: Eldsuppkoma í Litlahjeraði og eyddi allt hjeraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæjir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall.2 Lögmannsannáll 1367: Eldsuppkváma í Litlahéraði og eyddi allt héraðið.2 Biskupaannálar, mið 14, öld: .... hafði það skeð, að jökullinn hafði hlaupið fram austur í Öræfum, og tekið af á einum morgni og í einu flóði XL bæja, en VIII hafi eptir staðið, sem nú standa og þar komst enginn maður undan, utan presturinn og djákninn frá Rauðalæk; það er nú eyðijörð fram undan Sandfelli, og kirkjan stóð þar um allt flóðið, en var þó ekki gjörð utan af tré; hún er nú komin til Sandfells, og það hafa menn sagt að þar sjáist víða enn merki til bæja, bæði grjót og hellur.2 íslandslvsing Odds Einarssonar 1971: Árið 1363 gaus einnig annað fjall, Knappafellsjökull. Spjó það auk aurs og ösku slíku magni af vikri og hrauni á haf út, að við aðstreymið fyllti þetta allar nærliggjandi fjörur.21 Undur Islands eftir Gísla Oddsson: Hnappafellsjökull, fjöll, sem svo eru nefnd, vegna þess að eitthvert fellið er einkennilega hringkollótt eins og hnappur; sagt er, að hann hafi gosið árið 1363 og ef til vill á sama tíma sópað á brott heilli sveit, nálega 50 býlum, og skolað á sjó út.22 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.