Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 6
einstöku sinnum í trjám. Hreiðrið er nefnt
laupur og í það verpur hrafninn 4-6 eggjum.
Hrafninn er alæta og leggst m.a. á hræ, étur
sorp, ber og skordýr, rænir fuglshreiður og
drepur mýs og fugla sér til matar. Hann er
með þekktustu fuglum þessa lands en um-
deildur; sumir ofsækja hann en aðrir telja
slíkt ógæfumerki. Deilur hafa staðið um rétt-
mæti hrafnaveiða og hvort stofninn sé nógu
sterkur tii að standast þá veiði sem nú er
stunduð.
Á íslandi er hrafninn útbreiddur varpfugl;
stofninn Var áætlaður um 2.000 varppör um
1985, auk um 4.000 geldfugla og 5.000 unga,
eða samtals um 13.000 fuglar í lok varptíma
(Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1992). Hér
á landi hefur hrafninn aldrei notið friðunar af
nokkru tagi og lengi verið ofsóttur. Sam-
kvæmt lögum er heimilt að skjóta hrafna,
eyðileggja hreiður þeirra, tortíma eggjum og
drepa unga. Skipuleg skráning á hrafnaveiði
hófst ekki fyrr en 1995 með tilkomu veiði-
kortakerfisins. Veiðitölur sýna að á árunum
1995-1997 féllu 6.000-7.000 hrafnar á ári
fyrir hendi veiðimanna (Veiðistjóraembætt-
ið) (1. mynd). Það er ljóst að miðað við
áætlaða stofnstærð nemur skráð veiði meira
en áætlaðri viðkomu og því ætti hrafna-
stofninn að fara minnkandi. Hugsanlegt er
þó að stærð stofnsins hafi verið vanmetin
fyrr á árum og einnig má vera að veiði sé
ofskráð í skýrslum veiðimanna til Veiði-
stjóra. Engar upplýsingar hafa verið teknar
saman um ástand hrafnastofnsins frá 1985.
Til eru samfelldar hrafnatalningar úr Þing-
eyjarsýslum frá árunum 1981-1998 og um
niðurstöður þeirra rannsókna verður fjallað í
þessari ritgerð. Leitað er svara við
eftirfarandi spurningum:
1. Hafa orðið marktækar breytingar á stærð
hrafnastofnsins á rannsóknartímanum?
2. Hefur hlutfall varppara í stofninum
breyst?
3. Hefur veiðiálag breyst?
■ aðferðir
Hrafnsóðul eru hefðbundin, notuð ár eftir ár
og kynslóð eftir kynslóð. Með því að fylgj-
ast með ábúð hrafna á hrafnsóðulum á
afmörkuðu svæði yfir langt tímabil má fá
vísbendingar um breytingar á stærð varp-
stofnsins. Ábúð á hrafnsóðulum í Þing-
eyjarsýslum var könnuð árlega 1981-
1998, samhliða rannsóknum á fálkum.
Rannsóknarsvæðið er 5.327 km2 og þar er
þekkt samtals 141 hrafnsóðal (2. mynd).
Hreiðurstaður nefnist sá staður á hrafn-
sóðali þar sem hreiður er byggt og á sama
óðali eru oftast nokkrir hreiðurstaðir
notaðir til skiptis. Hreiðurstaðir á öllum
hrafnsóðulum á athugunarsvæðinu voru í
klettum, með einni undantekningu þó því í
Skinnastaðaskógi í Öxarfirði hafa hrafnar
hreiðrað um sig í birkihríslu. Ábúðarsaga
hrafnsóðals ræður því hvort samliggjandi
hreiðurstaðir teljast til eins eða tveggja
óðala.
Á hverju ári var hluti hrafnsóðalanna á
rannsóknasvæðinu heimsóttur á tímabilinu
maí til júlí. Við hverja heimsókn var leitað að
verksummerkjum eftir hrafna. Óðal var því
aðeins úrskurðað í ábúð eða ekki eftir að það
var fullkannað. Samkvæmt verksummerkjum
var greint á milli fjögurra stiga í ábúð óðala:
Varppar. Nýbyggt hreiður og a.m.k. einu
eggi orpið. Hjá sumum þessara para misfórst
varp á einhverju stigi en hjá öðrum komust
ungar úrhreiðri.
Geldpar. Par sást á óðalinu eða nýbyggt
en tómt hreiður fannst.
Oþekktur ábúandi. Engin merki fundust
um hreiðurgerð, en stakur fugl sást og/eða
ummerki fundust um búsetu hrafna, svo sem
drit á snösum og í náttbólum og hrafns-
fjaðrir og ælur á setþúfum.
Oðal ekki í notkun. Allir hreiðurstaðir
kannaðir, en engin merki um búsetu fund-
ust. Ef óðal hafði ekki verið notað í 5 ár
samfellt var það talið komið í eyði. Óðal sem
var ekki í notkun við óreglulegar heimsóknir
frá árinu 1990 var talið lrklega komið í eyði.
Þeir þættir sem eru til skoðunar hér eru:
(a) hlutfall óðala í ábúð miðað við könnuð
148