Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 6
einstöku sinnum í trjám. Hreiðrið er nefnt laupur og í það verpur hrafninn 4-6 eggjum. Hrafninn er alæta og leggst m.a. á hræ, étur sorp, ber og skordýr, rænir fuglshreiður og drepur mýs og fugla sér til matar. Hann er með þekktustu fuglum þessa lands en um- deildur; sumir ofsækja hann en aðrir telja slíkt ógæfumerki. Deilur hafa staðið um rétt- mæti hrafnaveiða og hvort stofninn sé nógu sterkur tii að standast þá veiði sem nú er stunduð. Á íslandi er hrafninn útbreiddur varpfugl; stofninn Var áætlaður um 2.000 varppör um 1985, auk um 4.000 geldfugla og 5.000 unga, eða samtals um 13.000 fuglar í lok varptíma (Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1992). Hér á landi hefur hrafninn aldrei notið friðunar af nokkru tagi og lengi verið ofsóttur. Sam- kvæmt lögum er heimilt að skjóta hrafna, eyðileggja hreiður þeirra, tortíma eggjum og drepa unga. Skipuleg skráning á hrafnaveiði hófst ekki fyrr en 1995 með tilkomu veiði- kortakerfisins. Veiðitölur sýna að á árunum 1995-1997 féllu 6.000-7.000 hrafnar á ári fyrir hendi veiðimanna (Veiðistjóraembætt- ið) (1. mynd). Það er ljóst að miðað við áætlaða stofnstærð nemur skráð veiði meira en áætlaðri viðkomu og því ætti hrafna- stofninn að fara minnkandi. Hugsanlegt er þó að stærð stofnsins hafi verið vanmetin fyrr á árum og einnig má vera að veiði sé ofskráð í skýrslum veiðimanna til Veiði- stjóra. Engar upplýsingar hafa verið teknar saman um ástand hrafnastofnsins frá 1985. Til eru samfelldar hrafnatalningar úr Þing- eyjarsýslum frá árunum 1981-1998 og um niðurstöður þeirra rannsókna verður fjallað í þessari ritgerð. Leitað er svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hafa orðið marktækar breytingar á stærð hrafnastofnsins á rannsóknartímanum? 2. Hefur hlutfall varppara í stofninum breyst? 3. Hefur veiðiálag breyst? ■ aðferðir Hrafnsóðul eru hefðbundin, notuð ár eftir ár og kynslóð eftir kynslóð. Með því að fylgj- ast með ábúð hrafna á hrafnsóðulum á afmörkuðu svæði yfir langt tímabil má fá vísbendingar um breytingar á stærð varp- stofnsins. Ábúð á hrafnsóðulum í Þing- eyjarsýslum var könnuð árlega 1981- 1998, samhliða rannsóknum á fálkum. Rannsóknarsvæðið er 5.327 km2 og þar er þekkt samtals 141 hrafnsóðal (2. mynd). Hreiðurstaður nefnist sá staður á hrafn- sóðali þar sem hreiður er byggt og á sama óðali eru oftast nokkrir hreiðurstaðir notaðir til skiptis. Hreiðurstaðir á öllum hrafnsóðulum á athugunarsvæðinu voru í klettum, með einni undantekningu þó því í Skinnastaðaskógi í Öxarfirði hafa hrafnar hreiðrað um sig í birkihríslu. Ábúðarsaga hrafnsóðals ræður því hvort samliggjandi hreiðurstaðir teljast til eins eða tveggja óðala. Á hverju ári var hluti hrafnsóðalanna á rannsóknasvæðinu heimsóttur á tímabilinu maí til júlí. Við hverja heimsókn var leitað að verksummerkjum eftir hrafna. Óðal var því aðeins úrskurðað í ábúð eða ekki eftir að það var fullkannað. Samkvæmt verksummerkjum var greint á milli fjögurra stiga í ábúð óðala: Varppar. Nýbyggt hreiður og a.m.k. einu eggi orpið. Hjá sumum þessara para misfórst varp á einhverju stigi en hjá öðrum komust ungar úrhreiðri. Geldpar. Par sást á óðalinu eða nýbyggt en tómt hreiður fannst. Oþekktur ábúandi. Engin merki fundust um hreiðurgerð, en stakur fugl sást og/eða ummerki fundust um búsetu hrafna, svo sem drit á snösum og í náttbólum og hrafns- fjaðrir og ælur á setþúfum. Oðal ekki í notkun. Allir hreiðurstaðir kannaðir, en engin merki um búsetu fund- ust. Ef óðal hafði ekki verið notað í 5 ár samfellt var það talið komið í eyði. Óðal sem var ekki í notkun við óreglulegar heimsóknir frá árinu 1990 var talið lrklega komið í eyði. Þeir þættir sem eru til skoðunar hér eru: (a) hlutfall óðala í ábúð miðað við könnuð 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.