Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 14
7. mynd. Jökull er eins og þjöl sem sverfur landið. Neðst í honum er grjót og sandur sem
sargar undirlagið sem hann skríður yfir. Þegar jökullinn bráðnar burt kemur rákaður
berggrunnurinn í Ijós. Rákirnar sýna okkur í hvaða átt jökullinn skreið.Myndin sýnir
tvöfalt rákakerfi á klöppunum. — Double set of glacial striae. Ljósm./photo: Árni
Hjartarson.
í Fossvogi og Skerjafirði eru víðkunnar
jarðmyndanir, svonefnd Fossvogslög. I
þeim eru sjávarsetlög með skeljum frá
alleröd-tímabilinu en aldur þeirra er um
11.000 ár (Árni Hjartarson 1989). í fjörunni
norðvestur af olíustöð Skeljungs hf. í
Skerjafirði má finna jökulrákir bæði undir og
ofan á þessum setlögum (3. mynd). Þetta er
áhugaverður rannsóknarstaður því þar
gefst færi á að mæla skriðstefnu tveggja mis-
gamalla jökla og jafnframt fá vísbendingar
um aldur jökulrákanna. Yngri rákirnar eru
líklega um 10.000 ára og myndaðar af jökli
sem gekk yfir sjávarsetið og svarf það.
Skriðhreyfingin hefur verið til norðnorð-
vesturs, eða nánar tiltekið í stefnuna 328°.
Eldri rákirnar eru eldri en 11.400 ára.
Jökullinn hefur sorfið þær í Reykjavíkurgrá-
grýtið áður en setlögin mynduðust. Skrið-
stefnan þar er mun vestlægari, eða 307°.
Á Seltjarnarnesi er á einum stað hægt að
mæla rákir á setbergi ofan á grágrýtinu þar.
Þær hafa nær sömu stefnu og jökulrákirnar
ofan á setinu í Skerjafirði, eða 327°.
Inn með Fossvogi, rétt innan við Naut-
hólsvík, finnst tvöfalt rákakerfi á grágrýtinu.
Þarna sést eldra rákakerfið með stefnu
nálægt 300° og síðan enn eldra kerfi með
stefnu í kring um 280°. Jökulrákir með þessa
stefnu eru fágætar en hafa þó fundist bæði á
Álftanesi og í Viðey. Aldur þessa þriðja og
elsta kerfis er óþekktur.
í meðfylgjandi töflu (1. tafla) eru birtar
jökulrákamælingar víða í Reykjavík og á
Seltjarnarnesi. Mældar voru nokkrar rákir
og grópir á hverjum stað, ef því varð við
komið, og síðan reiknað meðaltal fyrir
staðinn. Á stöku stað eru tvö rákakerfi á
sömu klöppunum (1. mynd) en víðast sést
aðeins eitt kerl'i. Yfirleitt er þó auðvelt að
átta sig á um hvaða kerfi er að ræða, það
yngra, eldra eða elsta.
156