Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 20
tegund hafí áður verið greind hér á landi.
Reyndar geta Armitage og McMillan (1963)
þess að fundist hafí snigill í alinennings-
garði í Hafnarfirði en hann hafi verið of
ungur til að hægt væri að greina hann með
vissu. Þeir töldu hann vera af tegundinni
Limcix maximus eða L. cinereoniger, þó
fremurþeirri síðarnefndu.
■ ÚTBREIÐSLA
Grásnigillinn finnst víða um heim. Hann er
evrópskur að uppruna en hefur borist til N-
Ameríku, S-Afríku, Astralíu og Nýja-
Sjálands. Kerney og Cameron (1979) segja
hann sjaldgæfan norðan við 60. breiddar-
gráðu. f Noregi finnst hann við vestur-
ströndina norður að Þrándheimsfirði en
hefur síðastliðinn áratug verið að breiðast
út og finnst nú á stöku stað allt norður í
Tromsp, sem er á 69. breiddargráðu.
Snigillinn berst m.a. með plöntum og í
Noregi veldur hann skemmdum á blóm-
jurtum og grænmeti í görðum þótt fjöldinn
sé sjaldan mikill. Reyndar er snigillinn oft
fremur talinn lifa á sveppagróðri og rotnandi
plöntu- og dýraleifum í skógum, runnum og
sorphaugum, en einnig í görðum, rökum
kjöllurum og útihúsum.
Ekki er líklegt að grásnigillinn verði plága
á gróðri hér í líkingu við brekkusnigilinn og
skylda snigla (Deroceras agreste / D.
reticulatum) sem eru mjög útbreiddir hér. I
Danmörku, Noregi og Svíþjóð er spænski
skógarsnigillinn (Arion lusitanicus Mabille)
hins vegar nýleg viðbót við sniglafánuna
og veldur hann garðeigendum verulegum
vandræðum. Sá snigill er upprunninn á
Spáni, í Portúgal og S-Frakklandi en hefur á
síðustu þremur áratugum breiðst út norður
ei'tir Evrópu. Hann fannst fyrst í Noregi 1988
og hefur m.a. fundist þar nálægt Björgvin.
Fullvaxinn getur hann orðið allt að 15 cm
langur, aðeins minni en svartsnigillinn (Arion
ater) og rauði skógarsnigillinn (A. rufus).
Spænski skógarsnigillinn er brúnrauður en
liturinn getur þó verið breytilegur. Óvíst er
hvort hann getur þrifist hér á landi. Einnig er
óvíst hvort grásnigillinn á eftir að verða hér
landlægur, en annar snigill sömu tegundar
fannst á svipuðum slóðum sumarið 1998.
■ HEIMILDIR
Armitage, J. & N.F. McMillan 1963. Icelandic
land and freshwater Mollusca. J. of
Conchology 25 (6). 242-244.
Kerney, M.P. & R.A.D. Cameron 1979. A field
guide to the land snails of Britain and North-
west Europe. London 288 bls.
Quick, H.E. 1960. British slugs (Pulmonata:
Testacellidae, Arionidae, Limacidae). Bulletin
of the British Museum (Natural History) 6
(3). 103-226.
Winge, K. 1993. Limax maximus in Spr-
Trpndelag and M0re og Romsdal. Fauna 46.
106-109.
Winge, K. & W. Vader 1995. Northerly records
of the slug Limax maximus in Norway. Fauna
48. 34-35.
PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
Sigurgeir Ólafsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti v/Vesturlandsveg
112 Reykjavík
siggeir@rala.is
162