Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 23
■ættkvíslin
Innan ættkvíslarinnar Scinguisorba L., sem
telst til rósaættarinnar Rosaceae, eru tæpar
30 tegundir (Dahlgren 1975) og vaxa þær um
mestallt norðurhvel jarðar. Þetta eru fjölærar
jurtir með gildvaxinn jarðstöngul. Blöðin
sem vaxa út frá jarðstönglinum eru stilklöng
en blómstöngulblöðin stilkstyttri. Blöðin
eru fjaðurskipt, smáblöðin stilkuð, aflöng
eða hjartalaga. Blómskipunin er aflangur,
axlaga kollur á stöngulendanum. Blómin eru
nær legglaus með smá, hreisturkennd stoð-
og forblöð. Blómið er hvorki með bikar- né
krónublöð en himnukenndur blómbotninn
myndar hjúp utan um frævuna og skiptist
síðan í fjóra sepa sem líkjast blómhlíf (í
ýmsum flórum eru blómbotnsflipamir kallað-
ir bikarblöð, sepals). Frævan er ein með
löngum endastæðum stíl og stóru kögruðu
fræni (Nordborg 1966). Á þeim tegundum
sem hér verður fjallað um eru blómin tví-
kynja, stfllinn einn og fræflarnir 2-4.
■ ÍSLENSKAR NAFNGIFTIR
íslenska nafnið, blóðkollur, kemur fyrst tyrir
1 íyrstu útgáfu Flóru íslands (Stefán
Stefánsson 1901) og telur Steindór Stein-
dórsson (1978) líklegt að Stefán Stefánsson
hafi búið nafnið til. Áður hafði birst á prenti
nafnið „blóðdrekkur" (Magnús Stephensen
1820 og Oddur Hjaltalín 1830) og er það bein
þýðing á ættkvíslarnafninu, sanguis = blóð
og sorbere = drekka í sig. Bæði þessi ís-
lensku nöfn voru notuð jöfnum höndurn á
fyrri hluta aldarinnar en nafn Stefáns er nær
eingöngu notað núorðið. Nöfn þeirra teg-
unda ættkvíslarinnar sem ræktaðar eru hér í
görðum draga dám af því og eru mynduð
þannig að mismunandi fyrri hluta er skeytt
framan við síðari liðinn, sem er kollur, t.d.
rósakollur, kanadakollur o.s.frv.
I Grasagarði Reykjavíkur var Sangui-
sorba alpina sáð 1960 og mun fræið hafa
komið frá Kaupmannahöfn. Óx hann þar í
garðinumþartil 1985 aðhann varfjarlægður.
I plöntulistafrágrasagarðinum 1963 erhans
getið og þar nefndur „fjallablóðkollur". Ekki
tel ég heppilegt að hafa orðið blóðkollur sem
liluta af íslenska nafninu - það hefur þegar
valdið nægum ruglingi. Gunnlaugur Ingólfs-
son, cand. mag. hjá Orðabók Háskólans, hefur
stungið upp á að nefna hann „höskoll“. Er það
fomt íslenskt orð um gráhærðan mann, eða
hærukoll, og fer vel á því að endurlífga þetta
orð, enda felst í því skírskotun bæði til
blaðlitarins, sem er fölgrágrænn, og blóin-
kollsins, en þegar plantan er í fullum blóma ber
mest á fræflunum og er hann þá grámósku-
legur á að líta. Því er lagt til að tegundin verði
hér eftir nefnd höskollur.
■ AÐGREINING
TEGUNDANNA
Eins og þegar hefur verið minnst á hefur til
þessa ekki verið gerður greinarmunur á
þessum tegundum í söfnum eða rituðum
heimildum hér á landi. Þó eru þær mjög ólíkar
og auðvelt að greina þær að, hvort heldur er
á vaxtarstaðnum eða af þurrkuðum ein-
tökum, og nægja blöðin ein og sér til þess
þótt plönturnar hafi ekki blómgast.
Blóðkollurinn vex í óhreyfðu gras- eða
blómlendi. Plönturnar standa vel aðgreindar
og eru aldrei mjög umfangsmiklar. Hös-
kollurinn vex við ræktað land eða í röskuðu
landi og oft í stórum, samfelldum breiðum
sem geta orðið meira en 100 fermetrar að
flatarmáli. Höskollurinn er mjög áberandi því
blöðin eru stór og sérkennilega fölgrágræn á
litinn. Blöð blóðkollsins eru smærri, dökk-
græn, og skera sig ekki mikið úr nærliggjandi
gróðri í lit. Auðvelt er að greina tegundirnar
sundur á smáblöðunum. Skal þá skoða
smáblöðin á blöðum sem vaxa út frá jarð-
stönglunum en ekki blöðurn sem standa á
blómstilkum og athuga vel þroskuð smáblöð
ofan við mitt blað. Smáblöð blóðkollsins eru
á tiltölulega löngum stilk, oftast4—10 min, og
blaðkan er hjartalaga (cordatus). Smáblöð
höskollsins eru stilkstutt, oftast 1—4 mm, og
blaðkan gengur nærri þvert út frá smáblaðs-
stilknum (truncatus), og það sem einkennir
þessa tegund líka er að blaðkan gengur ntun
lengra niður á stilkinn þeim megin sem snýr
að blaðfætinum (1. mynd).
165