Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 24
1. tafla. Greiningarlykill. - Differences in morphological characteristics.
Blóðkollur Sanguisorba officinalis L. Höskollur Sanguisorba alpina Bunge
.larðstöngull Jarðstöngull ekki skriðull. Plöntur stakar. Jarðstöngull skriðull. Plöntur vaxa í breiðum.
- Root stock - Root stock not creeping. Plants solitary. - Root stock creeping and spreading, forming large mats of plants.
Blöð Blöðin dökkgræn. Blöðin áberandi Ijósblágræn.
- Leaves - Dark green. - Strikingly glaucous.
Smáblöð Smáblöðin á löngum stilk, hjartalaga, næstum samhverf. Smáblöðin stilkstutt, blaðkan gengur oftast þvert út frá stilknum og nær lengra niður á slilkinn þeim megin sem að blaðfætinum snýr.
- Leaflets - Petiole long 4-9 mm, base ofleaflet cordate. - More or less sessile or with petiole 1-4 mm, leafbase truncate and and asymme- trical.
B lómskipun Hnöttóttur eða aflangur kollur 1-2,5 sm langur. Blómskipunin er aflangur, meira eða minna drjúpandi kólfur 2,5-5 sm langur.
- Inflorescence - Round or oblong, erect spike 1-2.5 cin. - Cylindral spikes 2.5-5 cm, more or less drooping.
B lóm litur Dumb- eða blóðrauður. Gráleitur, stundum eru jaðrar blómbotnsflipanna með brúnleitum blæ.
- Flower colour - Dark, blood-red. - Greyisli, hypanthium lobe edges sometimes reddish.
Fræflar’ Brún- eða blóðrauðir, jafnlangir eða styttri en blómbotnsfiiparnir. Grágulir. Miklu lengri en blómbotnsfliparnir.
- Stamens - Anthers at or slightly ahove the hypanthium lobes. - Filaments much longer than the hypanthium.
Blómskipun blóðkollsins er tiltölulega
stutt ax og lítur úl eins og hnöttóttur eða
eilítið aflangur kollur, í mesta lagi tvisvar
sinnum lengri en hann erbreiður. Blómin eru
blóðrauð og einnig fræflarnir, sem eru styttri
en blaðfliparnir á blómbotninum. Hjá hös-
kollinum erblómskipunin mun lengri, a.m.k.
sú sem er á enda blómstöngulsins, en blóm-
kollar á hliðargreinum eru minni. Blóm-
skipunin er oftast meira eða minna lútandi.
Blómin eru gráleit en stundum slær á þau
brúnleitri slikju. Fræflarnir eru grágulir og
standa langt út úr blóminu og eru mjög
áberandi þegar plantan er í fullum blóma (2.
mynd).
I greiningarlykli (I. töflu) eru tekin saman
helstu atriðin sem greina þessar tvær teg-
undir að.
■ ÚTBREIÐSLA
TEGUNDANNA
Blóðkollur Sanguisorba officinalis L.
Blóðkollur vex um alla norðanverða Evrasíu og
í vestanverðri Norður-Ameríku frá Alaska og
Yukon suður til Kaliforníu (Hultén og Fries
1986). Hér á landi vex hann eingöngu á Vestur-
og Suðvesturlandi. Útbreiðslusvæðin eru tvö:
annað er á Snæfellsnesinu suðvestanverðu
166