Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 27
I skýrslu um nokkrar tilraunir til
jurtaræktunar á íslandi eftir Hans J.
G. Schierbeck landlækni (1890) getur
hann þess að hann rækti þrjár
tegundir af ættkvíslinni Scmgui-
sorba í garði sínum, þar á meðal S.
alpina, og að þær „vaxi sem illgresi“.
Þannig tók Schierbeck oft til orða um
plöntur sem spjöruðu sig vel og
ekkert þurfti að hafa fyrir, án þess að
hann beinlínis ætti við að þær væru
til vandræða.
Til eru ummæli og ritaðar gróður-
farsheimildir sem benda ótvírætt til
þess að átt sé við höskoll, en menn
hafa almennt ekki gert sér grein fyrir
að hér væri um aðra tegund að ræða
og ýmist nefnt hann blóðdrekk eða
blóðkoll. 13. júní 1914birtistíMorg-
unblaðinu viðtal við Tryggva
Gunnarsson (Guðjón Friðriksson
1995), þar sem hann var að störfum í
Alþingishússgarðinum, og kvartaði
hann þar yfir plöntum sem erfitt væri
að halda í skefjum og nefndi eina
þeirra blóðdrekk. Það hefur greini-
lega verið höskollur sem Tryggvi
talaði um þarna, því það er eina
tegund ættkvíslarinnar sem getur
verið erfitt að halda í skefjuin í garði.
Norðan við bæinn Grafarholt í
Mosfellssveit, sem nú er reyndar
innan lögsagnarumdæmis Reykja-
víkur, var stór grágrýtissteinn sem
nefndist Grásteinn. Sunnan við
steininn hafði verið gróðursett
reynihrísla og nokkrar garðjurtir,
sennilega í kringum 1920 (Einar
Birnir, munnleg heimild). Man ég
eftir að höskollur óx þar á árunum um
og eftir 1940. Þegar legu Vestur-
landsvegarins var breytt 1971 var
hann lagður þar sem Grásteinn stóð
og var þá steinninn fluttur til, en
7. og 8. mynd. Höskollur í Klofningi
vestan við Grafarholt í Reykjavík. -
Sanguisorba alpina Bunge grow-
ing in the Reykjavík area. Ljósm./
photo: Jóhann Pálsson.
169