Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 29
er ljóst að höskollur hefur lengi verið
ræktaður hér á landi og snemma farið að
berast út fyrir garða (4. mynd).
■ HUGLEIÐINGAR
Hvenær barst höskollurinn hingað til lands
og hvernig stendur á því að hann dreifðist
svona víða? Eins og fram hefur komið sáði
Schierbeck landlæknir til hans nokkru fyrir
1890; hann getur ekki um hann í skýrslu
sinni frá 1886 en samkvæmt skýrslu frá 1890
er hann kominn vel á legg og hljóta
plönturnar þá að hafa verið orðnar a.m.k. 2ja
til 3ja ára. Schierbeck beitti sér mjög fyrir
framförum í garðrækt og var einn helsti
frumkvöðull að stofnun Garðyrkjufélags
Islands. Sem landlæknir vann hann ötullega
að bættu heilsufari landsmanna og hvatti
óspart til ræktunar og neyslu grænmetis. 1
þeim tilgangi sendi hann fræ og plöntur víðs
vegar úl um landið. Er ekki ólíklegt að hann
hafi einnig látið fylgja með auðræktaðar
blómplöntur og örvað fólk þannig lil að
prýða kringum híbýli sín. Það er augsýnilegt
að á mörgum fundarstöðunum hefur hös-
kollurinn vaxið mjög lengi og ekki ólíklegt að
hann hafi borist þangað á seinasta áratug
19. aldar.
Einar Helgason garðyrkjumaður, sem rak
gróðrarstöð Búnaðarfélagsins í Reykjavík,
dreifði einnig fræi og garðplöntum víðs
vegar um landið, en hann minnist ekki á
ættkvíslina Sanguisorba, hvorki í bók sinni
Björkum (1914), sem er leiðarvísir í trjárækt
og blómarækt, né í skrá sem hann birti 1930
yfir útlendar blómjurtir sem hann hefur
ræktað.
Það hversu mikið vex af höskolli við
Nesstofu leiðir hugann að því að þar var
landlæknissetur frá 1760 og gegndu land-
læknar einnig lyfsalastörfum fyrst í stað, en
með konungsúrskurði 1772 var fenginn
sérstakur lyfsali að Nesi og voru þar starf-
andi lyfsalar þangað til lyfjaverslunin var
flutt til Reykjavíkur 1833. Líklegt er að
einhverjar lækningajurtir hafi verið ræktaðar
þar við bæinn. Nú var það að vísu blóð-
kollurinn sem var þekkl lækningajurt, en
vera má að sömu virku efnin séu í rótum
höskollsins og það er ólíkt auðveldara að
fjölga honum og rækta en blóðkollinn. En þá
er hins að gæta að höskollinum er fyrst lýst
af grasafræðingnum Bunge í Flóru Altaica
1829 (Komarov 1941), eða rétt í þann mund
sem lyfjaverslunin fluttist til Reykjavíkur og
ólfklegt að fræ eða plöntur af honum hafi
getað borist til landsins svo snemma.
Schierbeck landlæknir fékk megnið af því
fræi sem hann sáði í tilraunaskyni frá
prófessor Schúbbeler í Osló, sem var mikill
forvígismaður garðyrkju í Noregi, en ég hef
hvergi séð höskolls getið í þeim norsku
ritum um grasafræði eða garðyrkju sem ég
hef haft aðgang að. í uppsláttarritinu Dic-
tionary of Gardening (Huxley 1992), sem er
yfirgripsmesta verk um þær garðplöntur sem
ræktaðar eru á Bretlandseyjum, er fjallað um
nokkrar tegundir ættkvíslarinnar Sangui-
sorba en höskolls er ekki getið. Ekki er
heldur minnst á hann í Garðaflóru Evrópu
(Cullen 1995) svo að ólíklegt er að hann
fyrirfinnist í einkagörðum, nema ef til vill hjá
söfnurum. í alþýðlegri myndskreyttri bók
um fjölærar garðplöntur, sem er nýlega
komin út í Englandi (Phillips & Rix 1994), er
þó mynd og lýsing á höskolli. Ekki kemur
fram hvort eitthvað sé um það að hann sé
ræktaður í görðum þar í landi eða hvort hann
sé einungis ræktaður í grasagörðum, en
þangað sækja höfundarnir töluvert af
myndefni sínu.
■ LAKKARORÐ
Að lokum við ég þakka öllum þeim sem veitt
hafa mér upplýsingar og aðstoðað við
þessa samantekt. Ber þar sérstaklega að
nefna fyrrverandi ábúendur að Gröl í
Breiðuvík, hjónin Hallstein Haraldsson og
Jenny Guðjónsdóttur, sem aðstoðuðu mig
og veittu mikilsverðar upplýsingar urn
útbreiðslu blóðkolls á Snæfellsnesi. Starfs-
fólk Náttúrufræðistofnunaf íslands var ætíð
boðið og búið að greiða götu mína. Grasa-
fræðingarnir Bergþór Jóhannsson, Dóra
Jakobsdóttir, Eyþór Einarsson og Hörður
Kristinsson lásu yfir handrit og bentu á
171