Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 38
bera rökstuddar brigður á þær bráðabirgða- niðurstöður vettvangsathugana. Agúst birtir loftmynd af hólunum í umræddri grein. Sú loftmynd sem hér birtist er af stærra svæði og tekin við önnur birtuskilyrði. Tilgangurinn með hugleiðingunum hér á eftir um þá mynd er sá að viðhalda svolítilli umræðu um berghlaup og urðarjökla. Höfundur þessarar greinar hefur ekki rannsakað Vatnsdalshóla en skrifað um þá í hefðbundnum dúr (Ari Trausti Guðmunds- son 1990). I framhaldi af þessum upplýsingum er forvitnilegt að skoða loftmyndina. Þrennt sést þar greinilega: I fyrsta lagi eins konar flæðirákir og linsu- laga setbunkar og greinist hvort tveggja fram í útbreiðslustefnuna og til hliðar, líkt og útglenntir fingur. Þetta sést vel við norð- vesturenda vatnsins uppi í hlíðinni og líka í meginþyrpingu hólanna. í öðru lagi sést að jaðrar setsvæðisins, nokkru utar en meginsetið, eru bogadregnar, aðskildar og allsléttar, fremur þunnar tungur. í þriðja lagi sést að setið, frá fjallsrótum að norðvesturenda vatnsins, er þunnt og alsett samsíða smáhryggjum. Hluti svæðisins, væntanlega með svipuðum ummerkjum, er líklega á kafi í vatninu. Samt sést nægilega mikið til þess að álykta megi að þarna sé setið alldreift. Ef nærtækustu ályktanir eru dregnar af lögun og legu ofangreindra landslags- myndana og ekki stuðst við annað er líklegt að Vatnsdalshólar geti talist skriða, þ.e. berghlaup. Fjaðurlaga landformin benda til hreyfing- ar (úr austri til vesturs) og það hraðrar ferðar (flæðis) á setinu. Berghlaup eru enda blanda af mylsnu, lofti og vatni. Setmyndin (ásýndin) er lík því sem sést þegar fjarar undan seti er berst með straumvatni út á sléttlendi. Ágúst Guðmundsson (1997) lítur svo á að farvegirnir geti verið merki um rennandi vatn frá jökuljaðri. Þetta gæti átt við suma farvegina, t.d. þann greinilegasta. En ef litið er á rásirnar í heild sýnast sumar ekki hafa réttan vatnshalla. Gleymum því heldur ekki að einhverjar vatnsrásir, einkum sú greinilegasta, kunna að hafa sorfist í setið áður en Flóðið varð til. Væntanlega myndaðist stöðuvatn við hlaupdreifina stóru og hækkaði í því uns vatn fann sér farvegi um setbunkann. Núverandi útrás Flóðsins þarf ekki að hafa verið upprunaleg vatnsrás úr þessu gamla stöðuvatni. Því má frekar líta á hryggina en rásirnar og lúlka þá sem setgeira, aflanga í hreyfistefnu hlaups- ins. Sveigðir geirar til hægri og vinstri við meginskriðstefnuna samsvara því að hlaupið æði út á sléttlendi og breiðist þar út (blævængsmynstur). Bogmyndaðir og bungulaga jaðrar benda líka til hreyfingar á vatnsósa (og/eða loft- þrungnu) efni út úr meginmassanum sem æddi niður hlíðina. Þegar grófari hluti hlaupsins settist, þrýstist vatnsblandinn fínmassi, sandur og leðja, út úr jöðrum grófa setbunkans. í þunna jaðarsetinu er ekki að sjá neinar rásir sem telja mætti vatnsrásir. Loks gæti bálkurinn, nálægt Flóðinu, með hinum fremur þunna (og sundurslitna eða öllu heldur lítils háttar mishæðótta) set- bunka bent til þess að þar hafi hlaup farið um með ofsahraða næst brekkurótum og bergmylsnan í því ekki náð að setjast fyrir alvöru fyrr en þó nokkuð vestar. Erfitt er að sjá að setlagaformin á þessari mynd geti einungis bent til jökulættar setsins. Skoðun loftmynda einna getur þó seint skorið úr um eðli og myndunarferli setlaga. Hugleiðingarnar bera fyrst og fremst vott um nokkrar efasemdir um að kenningar um jökulættir setsins eigi við Vatnsdalshólana. Eina færa leiðin til þess að skera úr um slikt, og reyndar í mörgum öðrum skyldum tilvikum, er nákvæm kortlagning jarðlaganna og greining á innihaldi þeirra (lagskiptingu, legu, ásýnd, kornastærð, greiningu bergmylsnunnar og samanburði við umhverfið o.fl.). Greinar- kornið á líka að hvetja lesendur til þess að skoða loftmyndir af þessu tagi. ■ HEIMILDIR Ari Trausti Guðmundsson 1990. Á ferð um hringveginn. Líí'og saga, Reykjavík. 256 bls. Ágúst Guðmundsson 1995. Berghlaup eða 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.