Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 40
ÁTHYGLISVERÐ SKORDÝR:
Ertuygla
Alls er51 tegund l'iðrilda talin lifa
villt í náttúru landsins. Einnig
eru nokkrar tegundir í híbýlum
manna sem ekki geta þraukað úti
í náttúrunni. í þessum pistlum um athyglis-
verð skordýr hefur áður verið fjallað um
fiðrildi sem borist hafa hingað til lands
erlendis frá, bæði af sjálfsdáðum og af
manna völdum.
Mörg íslensku fiðrildanna eru lítil og
óásjáleg, en yglurnar eru undantekning frá
því. Þær eru sumar hverjar allstórar; sú
stærsta hefur allt að 3 cm langan búk og 6 cm
vænghaf. Yglurnar eru áberandi búkmiklar,
bústnar og loðnar. Nokkrar yglutegundir
berast til landsins erlendis frá. Um fáeinar
tegundir er ekki vitað með vissu hvort þær
séu innlendar eða komnar erlendis frá.
Fullvíst er talið að a.m.k. 13 tegundir lifi hér
að staðaldri.
Ertuygla Melanchra pisi (Linnaeus, 1758)
er ein innlendu tegundanna. Hún er meðal-
stór ygla, með um 3,5 cm vænghaf, mjög
breytileg á lit, en oftast auðþekkt á hvítum
díl á aftanverðum framvæng, nálægt væng-
enda. Ertuygla er útbreidd um landið
sunnanvert og hefur auk þess fundist
norðanlands á Akureyri. Hún ilýgur fyrri
hluta sumars, frá því snemma í júní og fram í
júlí. Töluverð áraskipti eru af tegundinni.
Sum ár sést hún fljúga í nokkrum mæli á
kyrrum júníkvöldum, en stundum verður
Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá
Háskóla Islands 1972 og doktorsprófi í skordýrafræði
frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við
dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Islands
frá 1978.
ERLING ÓLAFSSON
hennar lítið sem ekkert vart. Sambærilegar
stofnsveiflur eiga sér einnig stað hjá
mörgum öðrum tegundum fiðrilda. Hvað
veldur þessum sveiflum er oftast óljóst.
Lirfa ertuyglunnar er auðþekkt. Hún er
dæmigerður grasmaðkur í vexti, en sker sig
úr skyldum tegundum á áberandi lit. Hún er
oftast dökk með fjórum ljósum, nokkuð
breiðum röndum langsum eftir búknum, frá
haus og aftur úr. Lirfurnar eru átvögl eins og
aðrir grasmaðkar, óvægnar við gróðurinn og
hafa fjölbreytt fæðuval. Þær hafa þó sérstakt
dálæti á plöntutegundum af ertublómaætt
(Leguminosae). Ein slík tegund er alaska-
lúpína. Eins og flestum er kunnugt virðist
fátt til að hernja útbreiðslu þeirrar umdeildu
plöntu. Ertuyglan á það stundum til að
leggjast þungt á lúpínuna, en ekki fyrr en
síðsumars, þegar hún hefur náð að tryggja
fræþroska.
Ertuygla Melanchra pisi (Linnaeus) er
breytilegá lit. Hér eru framvængirnir áber-
andi tvískiptir, Ijósir nœst bolnum (fremst í
hvíld) en dekkri utar. Ef grannt er skoðað
má sjá einkenni tegundarinnar, þ.e. hvítan
díl aftast á vinstri vœng, sem hér skarast
yfir þann hœgri. Ljósm. Erling Olafsson.
182
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 174, 1999.