Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 42
staðfestingu á visku guðs, sem skapað hefði allar tegundimar í upphafi. Darwin skýrði aðlögunina með náttúrlegu vali, þar sem venjuleg öfl lifandi og lífvana náttúru laga sérhverja tegund að síbreytilegu umhverfi. (4) Hin gamla heimsmynd gerði ráð fyrir því að skaparinn tæki annað veifið í taumana og breytti rás atburða með kraftaverkum. Upplýsingastefnan hafnaði allri yfir- náttúrlegri íhlutun en gekk út frá því að nátt- úran lyti alltaf stjórn fastrá lögmála. (5) Loks má benda á að maðurinn varð nú eðlilegur hluti af náttúmnni en hafði áður staðið utan og ofan við hana sem lokatakmark sköpunarinnar, í mynd guðs. (Sjá Bowler 1984, bls. 4-8.) Ekkert í þessari nýju heimsmynd er í andstöðu við hugmyndina um almáttugan guð, skapara alls, enda eru margir vísinda- menn trúaðir (en fáir bókstafstrúar). Ýmsir telja að skaparinn hafi í upphafi sett nátt- úrunni lögmál sem siðan stýri veröldinni án frekari íhlutunar hans. Eins og síðar verður vikið að líkti William Paley (og raunar aðrir á undan honum) alheiminum við afar flókið gangverk sem hinn æðsti úrsmiður, drottinn allsherjar, hafi smíðað. Það gangi síðan, nákvæmlega eins og hann hafi frá upphafi séð fyrir, allt frá sköpun heimsins til enda veraldar. Aðrir fræðimenn telja óþarft að blanda almáttugum skapara í upphaf og framvindu alheimsins. Margir vísa í „eggjárn Ock- hams“, fræðisetningu sem gengur út á það að ekki skuli grípa til flókinna skýringa þar sem einföld dugi'. Þar sem ekkert í uppruna og eðli efnisheimsins verði betur skýrt með skapara en án hans sé engin ástæða til að leita guðfræðilegrar skýringar á heimsmynd vísindanna. (Sjá til dæmis Atkins 1981, Dawkins 1985.) ■ VÍSINDI Á UPPLÝSINGAÖLD Frá dögum Forn-Grikkja - og trúlega fyrr - hafa menn velt fyrir sér hugmyndum í þá 1 Setningin er kennd við enskan skólaspeking, Vilhjálm af Ockham (um 1285 - um 1349), þótt nokkrir fræðimenn hafi haldið henni á loft á undan honum. veru að tegundir lífvera hafi tekið breyting- um í tímans rás. Rökstuddar hugmyndir um þróun lífsins koma þó ekki fram fyrr en nokkuð er liðið á átjándu öld, þegar upp- lýsingastefnan hefur fest rætur í menningar- lífí Vesturlanda. Buffon Georges Louis-Leclerc, greifi af Buffon (1707-1788), franskur náttúrufræðingur (1. mynd), skráði safnrit urn náttúruvísindi sem ekki átti sinn líka, Histoire naturelle, générale et particuliére, „Almenn og sér- tæk náttúrusaga". Ritið átti að verða fimmtíu bindi en Buffon entist aðeins aldur til að ljúka hinu þrítugasta og sjötta. Samstarfs- menn hans bættu síðan við átta bindum. 1. mynd. Georges Louis-Leclerc, greifi af Buffon. (Ullstein.) Skoðanir Buffons breyttust meðan á ritun verksins stóð. Samtímamaður hans, Svíinn Carl von Linné (1707-1778), gekk í flokkun- arkerfi sínu út frá tegundinni sem náttúrlegri heild. Frekari flokkun tegundanna í stærri heildir, svo sem ættkvíslir og ættbálka, væri hins vegar einungis til hagræðis. I fyrsta bindi Náttúrusögunnar (1749) snýst Buffon gegn flokkunarkerfi Linnés á þeirri forsendu að einstaklingarnir séu einu náttúrlegu einingarnar. Allt annað, þar með 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.