Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 45
4. mynd. J.B. de Lamarck. (Radio Times Hulton Picture Library.) gaf meðal annars út franska flóru í þremur bindum (1778), þar sem hann vék talsvert frá flokkunarkerfi Linnés, og var þá tekinn í frönsku akademíuna. Hann barðist fyrir endurbótum á náttúrugripasöfnum, sem hann vildi breyta úr ósamstæðum samtín- ingi í skipulegar stofnanir með rannsókna- aðstöðu fyrir vísindamenn, þar sem sér- fræðingar önnuðust flokkun allra gripa. Þegar Franska náttúrugripasafnið (Musée Nationale d’Histoire Naturelle) var stofn- að 1793 var Lamarck ráðinn forstöðumaður hryggleysingjadeildar þess, enda hafði hann þá getið sér gott orð fyrir braut- ryðjandastörf við flokkun hrygglausra dýra, sem Linné hafði skilið við í hálfgerðu upp- námi. Hann hélt svo áfram á söntu braut og birti á árunum 1815 til 1822 eitt meginrit sitt, Histoire naturelle des animaux sans vertébres, „Náttúrufræði hryggleysingja“. Það flokkunarkerfi sem hann setur þar fram stendur enn fyrir sínu þótt sumu hafi að sjálfsögðu verið breytt. Undir lok átjándu aldar fékkst Lamarck við rannsóknir í efnafræði, einkum á eðli bruna. Um það og í fleiru snerist hann gegn hug- myndum Lavoisiers, landa síns og samtíma- manns, en hafði ekki erindi sem erfiði að mati síðari tíma fræðimanna. Arið 1802 birti Lamarck Hydrogéologie, „Lagarjarðfræði", þar sem hann túlkar jarðsöguna í ljósi sveiflna á sjávar- stöðu. I ritinu kemur fram skilningur á eðli steingervinga sem var þá sjaldgæfur, auk þess sem ljóst er að Lamarck skynjar þann óratíma sem saga jarðar spannar: Tíminn vefst aldrei fyrir náttúrunni. Hann er henni ávallt til reiðu og veitir henni ótakmarkað vald til að leysa sérhvern vanda, jafnt hinn stærsta sem hinn minnsta. (Tilvitnun sótt í Encyclopædia Britannica.) A fæðingarári Darwins, 1809, birti Lamarck þróunarkenningu sína í riti sem ber nafnið Philosophie zoologique eða „Dýra- fræðileg heimspeki". Eins og þá var títt gekk Lamarck út frá því að líf kviknaði af sjálfu sér. Hann deildi samt ekki hugmynd Ágúst- ínusar kirkjuföður um það að skapandi andi drottins kveikti krókódíla í eðju Nílar en taldi að einungis hin einföldustu lífsform yrðu til við sjálfskviknun. Þar sem allt líf væri gætt „innri þörf‘ til fullkomnunar hlyti það að þróast, þannig að af hinum einföldustu líf- verum þróuðust smám saman æ flóknari form. Flóknustu (þróuðustu) lífverurnar væru þannig komnar af lífsformum sem kviknað hefðu í öndverðu og aðrar lífverur væru því flóknari sem þeim hefði gefist lengri tími til að þróast frá því að forfeður þeirra kviknuðu. Einföldustu lífsformin væru nýkviknuð (5. mynd). Af þessu leiðir að Lamarck gerði ekki ráð fyrir sameiginlegum uppruna allra ltfvera. Hann skýrði gangverk þróunarinnar með því að líkamspartar stækkuðu og þroskuðust við notkun eða rýrnuðu og hyrfu við notkunarleysi. Þessir áunnu eiginleikar gengju að erfðum og þannig breyttust líf- verurnar smám saman uns nýjar tegundir yrðu til. Um gíraffann skrifar Lamarck: ... lifir í innsveitum Afríku þar sem jörð er nær ávallt uppþornuð auðn. Hann verður því að nærast á trjálaufum og leggja sig í sífellu fram við að ná til þeirra. Þessi venja, sem allt hans kyn 187
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.