Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 48
starfið að mestu frá grunni. Þess má geta að Cuvier varð ekki fyrstur til þess að halda því fram að náttúruhamfarir hefðu valdið aldahvörfum í sögu lífs á jörðinni. Öld á undan honum (1667-1752) lifði á Englandi prestur og stærðfræðingur, William Whiston (8. mynd), sem birti 1696 „Nýja kenningu umjörðina", A New Theory of the Earth, þar sem hann leitaðist við að sætta trú og vísindi með fræðilegum skýringum á frásögnum Biblíunnar um sköpunarsöguna, syndaflóðið og heims- endi2. Whiston tók við af ekki ómerkari manni en Isaac Newton sem prófessor í stærðfræði við Cambridgeháskóla 1703 en var sviptur embætti 1710 vegna villu- kenninga í guðfræði. Þegar þróunarkenningin festist í sessi var hamfarakenningunni hafnað. Nú er hún aftur að hefjast til vegs, að vísu í talsvert breyttri mynd, eins og síðar verður vikið að. Paley William Paley (1743-1805), enskur guðfræð- ingur og heimspekingur, hélt því fram að ekki þyrfti persónulega opinberun til að skynja tilvist guðs: Öll hönnun er verk hönnuða. Flókin skipan alheims ber hönn- uði sínum, drottni allsherjar, vitni. Ef ég ræki fótinn í stein á víðavangi og væri spurður hvernig hann væri þarna kominn, gæti ég kannski svarað að ekki vissi ég nema hann hefði alltaf legið þarna... En ef ég hefði í staðinn rekist á úr... dytti mér tæpast í hug sama svarið, að það héfði ævinlega verið þarna. En hvers vegna gildir ekki sama svar fyrir úrið og steininn? ... Af einni ástæðu og aðeins einni: Þegar úrið er skoðað kemur í ljós (sem ekki á við um steininn) að tilgangur liggur þvf að baki hvernig einstakir hlutar þess eru saman settir. Þeir eru til dæmis þannig lagaðir og felldir hver að öðrum að þeir hreyfast, og hreyfingin er stillt þannig að hún sýnir tíma dagsins... Athugun á þessu gangverki ... hlýtur að kalla 2 Haraldur Sigurðsson (1993) bendir á að Whiston hafi verið „með þeim fyrstu sem stungu upp á að árekstrar við smástirni eða halastjörnur utan úr geimnum ættu stóran þátt í eyðingu og þróun lífsins á jörðinni." Þessar hugmyndir áttu eftir að koma fram síðar. 8. mynd. William Whiston. Málverk eftir ókunnan listamann. (National Portrait Gallery, London.) fram þá ályktun að höfundur hafi verið að úrinu, að einhvern tíma og einhvcrs staðar hafi smiður smíðað það í þeim tilgangi sem það augljóslega gegnir, smiður sem skildi gerð þess og hannaði það. (Paley 1802. Natural Theology; or, Evi- dences of tlie Existence and Attributes of the De- ity, Collected from the Appearances of Nature. Tilvitnun sótt í Oldroyd 1983, bls. 64.) Paley heldur síðan áfram og lýsir ýmsu í flókinni gerð líkama manna og dýra er stað- festi hönnun skaparans. Ril hans voru skyldulesning meðal guðfræðinema á Bret- landi allt fram á þessa öld og Darwin las þau af athygli og áhuga í Cambridge. Má raunar segja að lífsstarf hans hafi að talsverðu leyti gengið út á að hafna röksemdum Paleys um hinn æðsta úrsmið. Malthus Hér skal nefndur til sögu maður sem ekki var náttúrufræðingur og virðist ekki í lifanda ltfi hafa tengst hugmyndum um þróun lífs en átti eftir að hafa áhrif á þær, eins og síðar verður getið. Þessi maður var Thomas Malthus (1766-1834), enskur hagfræðingur og þjóðfélagsfræðingur. Hann taldi að 190
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.