Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 50
kenningarinnar (9. mynd). Lyell hafnaði
öllum yfirnáttúrlegum skýringum á mótun
jarðar og taldi ekki aðeins að sömu öfl og við
þekkjum nú hefðu alla tíð verið þar að verki
heldur líka að þau hefðu alltaf verkað ámóta
hægt og nú. Samkvæmt þessu hlaut jörðin
að vera mjög gömul.
Lyell rannsakaði jarðmyndanir víða, bæði
á Bretlandi og erlendis. A árunum 1830 til
1833 birti hann í þremur bindum frumútgáfu
meginrits síns, Prínciples of Geology,
„Grundvallaratriði jarðfræðinnar“, sem hlaut
mikla athygli og viðurkenningu. Charles
Darwin hreifst af kenningum og stíl Lyells
og sótti margt til hans þegar hann setti fram
þróunarkenningu sína. Lyell var í fyrstu
mótfallinn henni en lét svo sannfærast.
Agassiz
Jafnt í hópi samfellusinna sem hamfarasinna
voru um þetta leyti náttúrufræðingar sem
töldu að drottinn hefði haldið áfram að
skapa eftir að upphaflegu sköpuninni lauk.
Þessar hugmyndir gengu allar út frá því að
tegundirnar væru óbreytanlegar hvort sem
10. mynd. Louis Agassiz. (Museum ofCom-
parative Zoology, Harvard University.)
þær hefðu verið skapaðar snemma eða seint.
Hér skal tilgreindur einn fulltrúi þessa hóps,
sem er jafnframt einn virtasti vísindamaður-
inn meðal þeirra samtímamanna Darwins er
aldrei féllust á þróunarkenningu hans.
Louis Agassiz (1807-1873) fæddist í Sviss
(10. mynd). Hann sótti menntun í náttúru-
fræði og læknisfræði til Þýskalands, lagði
svo leið sína til Parísar þar sem hann
kynntist Alexander von Humboldt, frægum
þýskum náttúrufræðingi og landkönnuði,
og Georges Cuvier, oddvita franskra nátt-
úrufræða á þessum tíma. Við tók prófessors-
staða í Neuchátel í Sviss (1832-1846), þar
sem Agassiz rannsakaði steingervinga út-
dauðra fiska og srðan annarra dýra. Rit
hans, Recherches sur les poissons fossiles,
„Rannsóknir á steingerðum fiskum“, hefði
eitt nægt til að tryggja honum virðingarsess
r vísindasögunni.
Árið 1836 sneri Agassiz sér að jökla-
rannsóknum og stórjók þekkingu manna á
ísöldinni. Hann þekktist boð um fyrirlestra-
ferð til Bandaríkjanna 1846 og ílentist þar allt
til æviloka sem prófessor í dýrafræði við
Harvardháskóla. í Vesturheimi rannsakaði
Agassiz ýmis svið, allt frá jarðfræði Efra-
vatns til fósturfræði skjaldbakna. Hann
lagði grunn að rannsóknasafni í saman-
burðardýrafræði við Harvardháskóla, sem
nú er heimsþekkt, og gerbylti einnig
aðferðum við kennslu í náttúrufræðum, með
áherslu á snertingu við náttúruna. Sam-
kvæmt Encyclopædia Britannica voru „allir
málsmetandi kennarar í náttúrusögu í
Bandaríkjunum á srðari hluta 19. aldar
annaðhvort nemendur Agassiz eða ein-
hvers af lærisveinum hans“3.
Agassiz, sem var hamfarasinni, taldi að
náttúrleg fyrirbæri á við breytingar á lofts-
lagi eða sjávarstöðu gætu eytt tegundum en
ekki myndað nýjar. Að mati hans er líf-
heiminum haldið við með endurtekinni
íhlutun drottins sem skapað liefur sífellt
3 Framlag Agassiz til náttúrufræðikennslu má að
hluta þakka síðari konu hans, Elizabeth Cabot
Cary. Hún var bandarísk, náttúrufræðingur að
mennt og frömuður í skólamálum. Eftir lát manns
síns stofnaði hún deild fyrir konur við Harvard-
háskóla og varð fyrsti forseti hennar.
192