Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 59
Botndýr VIÐ SURTSEY AÐALSTEINN SIGURÐSSON Að morgni 4. nóvember 1963 varð fyrst vart neðansjávargoss suðvestur af Vestmannaeyjum, þar sem Surtsey er nú. Vísbendingar eru um að umbrot hafi hafist þar fyrr. Þegar fréttist um gosið upphófust þegar í stað vanga- veltur um áhrif þess á lífríki sjávar og þá ekki síst fiskinn í sjónum umhverfis gosið. Óttuðust ýmsir óheillavœnleg áhrif á vetrarvertíðina, sem stóð fyrir dyrum á þessum slóðum, vegna lík- legrar upphitunar á stóru svæði kringum gosið. Sumir áttu meira að segja von á soðnum fiski næst gosinu. ■ RANNSÓKNIR Á VEGUM HAFRANNSÓKNA- STOFNUNARINNAR Hafrannsóknastofnunin sendi skip eins fljótt og hægt var til rannsókna á gossvæð- inu, en það var 1. og 2. desember. Þá var Surtsey risin úr sæ og mældist 90 m há, en dýpi þar sem hún hlóðst upp var 100-130 m fyrir gos. Aðalsteinn Sigurðsson (f. 1916) vann við land- búnað til tuttugu og þriggja ára aldurs, lauk mag. scient.-prófi í dýrafræði með fisk sem sérgrein við Hafnarháskóla 1954 og stundaði franthaldsnám í fiskifræði við University of Washington í Banda- ríkjunum veturinn 1960-1961. Vann hjá Atvinnu- deild háskólans, fiskideild, síðar Hafrannsókna- stofnuninni frá 1954 til starfsloka, en um tíma að hluta til hjá Surtseyjarfélaginu. Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 201-207, 1999. Botnsýni voru tekin í kringum eyna allt að 12 sjómílum út frá henni á fjórum sniðum el'tir höfuðáttunum. Einnig var sjávarhitinn mældur og tekin svifsýni. Þessuin rannsóknum hélt Hafrannsókna- stofnunin áfram þrisvar til fjórum sinnuin á ári þar til Daninn Willy Nicolaisen tók við þeimíágúst 1966. Þegar stofnunin hætti að sinna þessu verkefni höfðu þær hagnýtu upplýsingar fengist sem að var stefnt, þ.e.a.s. að hiti frá gosinu breiddist ekki mælanlega út frá því, enda er mikil blöndun í sjónum á þessum slóðum, fyrir opnu hafi. Þar af leiðandi höfðu hitabreytingar ekki áhrif á dýralíf sjávarins. Þá raskaðist ekki líf botndýranna utan þess svæðis sem gosefni þöktu. Hinn 3. apríl 1964 stóð yfir sýnataka við Surtsey. Þann dag var næstum logn á þessum slóðum, sem inér virðist fremur sjaldgæft. Þá hætti sjórinn að streyma inn í gíginn (1. og 2. mynd) og gat hraungos þá hafist. Eftir þetta voru sýni einstöku sinnum tekin inni á nýja hallanum við Surtsey. 1 tveim þeirra komu upp dýr. í nóvember 1964 var tekið sýni með skröpu 0,2 sjómflur vestan við Surtsey, á 70 m dýpi undan hraunstraumi sem féll þar í sjó fram, en þama hafði verið rúmlega 100 m dýpi fyrir gos. Skrapan festist strax en þó kom upp nokkuð af fíngerðum gosefnum og með þeim átta dýr. Þetta voru fjórir sundkrabbar (,Portunus holsatus Fabr.), litli kampalampi (Pandalus montagui Leach), hrossarækja (Crangon allmani Kin.) og tveir bursta- 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.