Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 67
ÓLÖF E. LEIFSDÓTTIR OG
LEIFUR A. SÍMONARSON
Nákuðungslög
á Stokkseyri
og Eyrarbakka
Allt frá því um síðustu aldamót
hafa sjávarsetlög frá miðbiki nú-
tíma nær eingöngu verið þekkt
—---------hér á landi við vestanverðan
Húnaflóa og ísafjarðardjúp (Guðmundur G.
Bárðarson 1906og 1910, John 1975, Hansom
og Briggs 1991). Guðmundur G. Bárðarson
lýsti fyrstur manna þessum jarðlögum og
sjávardýraleifum í þeim í nokkrum greinum
sem birtust í erlendum fræðiritum, einkum
dönskum, í byrjun aldarinnar. Nefndi hann
lögin nákuðungslög og benti á að nákuð-
ungur (Nucella lapillus) væri einkennisdýr
laganna. Á þessum árum lifði nákuðungur
ekki við norðurströnd landsins og heldur
ekki bergbúi (Zirfaea crispata), en hann
linnst einnig í lögunum. Þegar veðrátta fór
hlýnandi og sjávarhiti hækkaði við norður-
ströndina um og upp úr 1920 fóru þessar
Ólöf E. Leifsdóttir (f. 1969) Iauk BS-prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands 1994 og MS-prófi
•999. BS-ritgerð hennar fjallaði um nákuðungslög
a Stokkseyri, en MS-ritgerðin um sjávarset og
•ánur frá miðbiki ísaldar á norðanverðu
Snæfellsnesi.
Leifur A. Símonarson (f. 1941) Iauk magistcrsprófi í
jarðfratði frá Kaupmannahafnarháskóla 1971 og
licentiat-prófi frá sama skóla 1978. Hann er prófess-
or í steingervingafræði við Háskóla fslands og hefur
cinkum fengist við rannsóknir á tertíerflóru íslands
°g sælindýrafánum frá efri hluta tertíers, ísöld og
nútíma á íslandi og Grænlandi.
tegundir að gera þar vart við sig (Jóhannes
Áskelsson 1935). Mátti af þessu ráða að
sjávarhiti við norðurströnd landsins á
myndunartíma laganna hafi a.m.k. verið jafn-
hár og nú og nokkru hærri en á fyrstu
áratugum aldarinnar.
Komið hefur í ljós að sjávarset frá miðbiki
nútíma og myndað á sama tíma og nákuð-
ungslögin hefur mun meiri útbreiðslu hér á
landi en talið hefur verið til þessa. Nú hafa
jarðlög frá þessum tíma m.a. fundist á Mið-
suðurlandi og fjallar þessi grein um slík lög í
neðanverðum Flóa, á svæðinu milli Þjórsár í
austri og Ölfusár í vestri (1. mynd).
■ JARÐMYN DANIR í FLÓA
Berggrunnurinn í Flóa, milli Þjórsár að
austan og Ölfusár að vestan, er myndaður
úr gosbergi með setlögum á milli og hefur
þessi jarðmyndun í heild verið nefnd
Hreppamyndun (Guðmundur Kjartansson
1943). Gosbergið er ýmist hraunlög frá hlý-
skeiðum ísaldar eða móberg frá jökul-
skeiðum, en setlögin eru ár- og vatnaset lrá
hlýskeiðum eða jökulberg frá jökulskeiðum.
Plöntuleifar hafa fundist á fáeinum stöðum í
setlögunum og er flóran greinilega með ís-
aldarsvip. Kulvísu tegundirnar, sem ein-
kenna tertíeru gróðursamfélögin, eru horfnar
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 209-224, 1999.
209