Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 70
3. mynd. Skeljalög frá myndunartíma nákuðungslaga á Stokkseyri. - Shell layersfrom the
Mid-Holocene Nucella transgression at Stokkseyri, Soutli lceland. Ljósm./photo: Árni
Hjartarson 1985.
við Stokkseyri, en hann reyndist ungur, eða
1910 ± 250 ára (þ.e. geislakolsára) og hefur
Jón Jónsson jarðfræðingur sýnt fram á það
með rannsóknum á kísilþörungum í mónum
að hann er myndaður á landi (Guðmundur
Kjartanssono.fi. 1964).
Ástæðumar fyrir því að ströndin við Mið-
suðurland hefur verið að síga eru þær helstar
að jarðskorpuna, sem hleðst upp í gosbeltinu á
Reykjanesi, rekur til suðausturs. Hún kólnar
eftir því sem íjær dregur gosbeltinu, dregst
saman og sígur. Einnig eru undir Þjórsár-
hrauninu í Flóa allþykk setlög mynduð af
jökulám í ísaldarlok eins og áður sagði. Ung
setlög úr möl og sandi eru tiltölulega laust
pökkuð, þ.e. töluvert bil er á milli korna. Með
tímanum pakkast þau betur og hefur
hraunfargið vafalítið hjálpað þar til og jafn-
framt valdið auknu sigi hraunsins (Páll
Imsland og Þorleifur Einarsson 1991).
Aldur Þjórsárhraunsins hefur nokkrum
sinnum verið mældur með geislakolsaðferð.
Aldur mós undan hrauninu við Þjórsárbrú
212
reyndist vera 8065 ± 400 og 8170 ± 300 ár
(Guðmundur Kjartansson o.fl. 1964), en
aldur á kvistum undan hrauninu við Búða-
foss mældist eðlilega svolítið lægri, eða 7800
± 60 ár (Árni Hjartarson 1988). Þetta eru
geislakolsár en í almanaksárum talið má ætla
að aldurinn sé um 8700 ár.
Lokakaflann í jarðsögu svæðisins má
síðan sjá meðfram ströndinni milli Þjórsárog
Ölfusár, einkum á svæðinu frá Stokkseyri og
vestur á Eyrarbakka. Þar eru allt að 3,5 m
þykk samfelld skeljalög ofan á Þjórsárhraun-
inu en 25-30 cm mólag á milii skeljalaganna
og hraunsins. Ofan á skeljalögunum er
moldarborinn sandur og möl með skelja-
mulningi hér og þar. Að lokum hefur
myndast þunnur jarðvegur á síðustu ár-
þúsundum og gróður náð að festa þar rætur
víðast hvar. Skeljalögin hafa myndast á bak
við fjörukamb, sem liggur eftir endilangri
ströndinni, og hvergi á landinu, ekki einu
sinni í Tjörneslögunum, hafa fundist jafn-
þykk samfelld skeljalög og á Stokkseyri.
!