Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 72
■ SKELJALÖGIN Á STOKKSEYRI OG EYRARBAKKA Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn Vega- gerðar ríkisins allþykk skeljalög rétt innan við fjörukambinn og sjóvarnargarðinn á Stokkseyri. Lögin komu vel í ljós í gryfju austast í þorpinu, en nú er búið að slétta yfir hana (3. mynd). Vorið 1986 voru þessi jarðlög mæld í gryfjunni og safnað úr þeim skelja- og setsýnum (Ólöf E. Leifsdóttir 1994). Sumrin 1993 til 1997 var síðan út- breiðsla þessara laga um neðanverðan Flóa kortlögð (Matthildur B. Stefánsdóttir 1996, Fljörleifur Sveinbjörnsson 1997). Má rekja þau í jarðlagasniðum á um 10 km löngum kafla meðfram ströndinni, frá 3 km suð- austan við Stokkseyri og rétt norðvestur fyrir Eyrarbakka. Þau ná um 300 m inn í landið rétt austan við Litla-Hraun og allt upp í tæplega 7 m hæð yfir núverandi sjávarmál. Þykkust eru þau á Stokkseyri, eins og áður sagði. í gryfjunni austast á Stokkseyri var yfirborð Þjórsárhraunsins í 2,2 m hæð yfir sjó og á því tæplega 20 cm þykkt mólag (4. mynd). Þá tekur við 3,5 m þykk lagasyrpa úr skeljamulningi og heilum skeljum, með ein- staka blágrýtisvölum og misvel afmörkuð- um lögum eða linsum úr grófri blágrýtismöl og sandi. I lögunum er sums staðar töluvert af vikurmolum. Skálögun er víða í setinu og áberandi roffletir og augsýnilega hafa þau hlaðist upp í orkumiklu umhverfi. Sýni til tegundagreiningar voru tekin bæði úr neðri og efri hluta laganna og einnig úr miðhluta þeirra, en úr efri hlutanum var og tekið sýni til aldursákvörðunar með geislakolsaðferð. Ofan á skeljalögunum er um 30 cm þykkur dökkgrár og moldarborinn sandur og fínkornótt möl. Lagmótin eru víða afmynduð og sums staðar hafa myndast rennur ofan í skeljalögin, allt að einum metra á dýpt, og þær síðan fyllst seti af sömu gerð og í moldarborna laginu. Rennurnar stefna meira eða minna beint á ströndina og eru að öllum líkindum upphaflega rofrennur sem sjórinn hefur grafið í skeljalögin (5. mynd). Efst í sniðinu er um 70 cm þykkur moldar- borinn sandur, blandaður möl og skelja- ntulningi, ljósgulbrúnn á litinn með einstaka vikur- og gjóskulögum, en allra efst rennur hann yfir í um 10 cm þykkt jarðvegslag með gróðurþekju. í jarðlagasniðum frá svæðinu má víða sjá allgreinilegt, grásvart, gjóskublandað lag (6. og 7. mynd). Á Eyrarbakka er lagið í um 110 cm hæð yfir Þjórsárhrauninu (Matthildur B. Stefánsdóttir 1996), rétt austan við Litla- Hraun er það í um 90 cm hæð yfir hrauninu (Hjörleifur Sveinbjörnsson 1997) og utan við fjörukambinn á Stokkseyri er gjóskan í 270 cm hæð yfir hrauninu (Ólöf E. Leifsdóttir 1994). í jarðlagasniði um 300 m frá strönd, í skurði rétt austan við Litla-Hraun, eru engar greinanlegar skeljar, en þar er um 60 cm þykkt sandlag, blandað örsmáum skelja- brotum og því að öllum líkindum myndað í eða við sjó (6. mynd). Sjávarset yngra en Þjórsárhraun hefur ekki fundist lengra inn til landsins á þessu svæði. ■ FÁNAN í SKELjALÖGUNUM Allmörg sýni hafa verið tekin úr skeljalögunum í neðanverðum Flóa til þess að greina úr þeim lífveruleifar. Langmest er af leifum lindýra, einkum snigla og sam- lokna, en hrúðurkarlar eru einnig algengir. Þar að auki fundust leifar kalkpípuorma og ígulkera. Engir götungar eða skeljakrabbar voru sjáanlegir í sýnunum, en örfá mosadýr fundust sitjandi á skeljum og eru þau ógreind ennþá. Flestar tegundir fundust í sýni úr miðhluta skeljalaganna innan við fjörukambinn á Stokkseyri (1. tafla). Þarfundust 20 tegundir snigla, 12 samlokutegundir og ljórar tegund- ir af hrúðurkörlum. í sýnum úr jarðlaga- sniðum 750 m austan við Litla-Hraun (2. og 3. tafla) og á Eyrarbakka (4. tatla) fundust færri tegundir, en þar voru hins vegar til viðbótar bæði svampdýr, kalkpípuormar, mosadýr og ígulker. Allt eru þetta vel- þekktar núlifandi tegundir. 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.