Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 83
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
SIGMAR ARNAR STEINGRÍMSSON
OG GUÐMUNDUR VÍÐIR HELGASON
Rannsóknaverkefnið
Botndýrá
ÍSLANDSMIÐUM
m það bil þrír fjórðu hlutar af yfir-
borði jarðar eru hafsbotn. Hann
liggur nánast allur utan við land-
______ grunnsbrúnir nteginlandanna á
meira en 500 m dýpi og telst þess vegna til
djúphafsins. Þar sem stærstur hluti yfir-
borðs jarðar tilheyrir djúphafinu má ætla að
tegundirnar sem þar þrífast séu dæmigerðar
fyrir lífið á jörðinni. Þrátt fyrir það er þekking
manna á þessu víðáttumesta lífríki jarðar
afar rýr og fáir hafa augum litið þau dýr sem
þar búa.
Island hvflir á neðansjávarhrygg sem
liggur milli Grænlands og Skotlands (1.
mynd). Efst á hryggnum er algengasta dýpi
200-500 m. Við ísland smádýpkar víðast
hvar út frá landinu þar til komið er fram á
landgrunnsbrúnina, þar sem snardýpkar
niður á um 2000 m dýpi við rætur land-
grunnshlíðanna, en mest er dýpið rúmlega
3400 m, um 400 km vestur af Langanesi.
Hryggnum má líkja við risavaxinn stfllugarð
sem myndar einskonar stöðuvatn af köldum
(-1,0°C) og eðlisþungum djúpsjó sem þekur
hafsbotninn norðan við ísland á meira dýpi
en 1000-1200 m. Á hryggnum, þar sem
dýpið er mest, flæðir kaldur og eðlisþungur
sjór yfir hrygginn til suðurs og myndar
kaldan botnstraum í suðurhlíðum hryggjar-
ins. í hafdjúpunum sunnan við hrygginn er
í ■ f p
A r w > * -» MJ | 9*3 j/
zg^jjíás. u
Guðmundur Guðmundsson (f. 1957) lauk Ph.D.-prófi
í flokkunarfræði dýra frá City University of New
York.og American Museum of Natural History
1990. Hann starfar á Náttúrufræðistofnun íslands.
Sigmar Arnar Steingnmsson (f. 1957) lauk B.S.-prófi
í líffræði frá Háskóla íslands 1982. Hann lauk
doktorsprófi frá sjávarlíffræðideild háskólans í Liv-
erpool, Englandi, 1989. Ph.D.-ritgerð hans fjallaði
um vistfræði samlokunnar Glycymeris glycymeris.
Sigmar starfar hjá Hafrannsóknastofnuninni sem
sérfræðingur á sjó- og vistfræðisviði.
Guðmundur Víðir Helgason (f. 1956) lauk B.S.-prófi
í líffræði frá Háskóla fslands 1979 og meistaraprófi
frá háskólanum í Gautaborg 1985. Hann hefur
starfað á Líffræðistofnun Háskólans frá 1985 við
rannsóknir á flokkun burstaorma.
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 225-236, 1999.
225