Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 85
2. mynd. Meðalhiti sjávar við botn, samkvœmt gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar frá
árunum 1934 til 1996. Bláiu örvarnar tákna kaldan botnstraum úr Norðurhafi sem leikur
um hlíðar landgrunnsins suður og vestur af Islandi (Svend A. Malmberg, munnl. upplýs.).
sóknir á botndýrum við Island og má lesa
um niðurstöður þeirra í Zoology of Iceland,
safni ritgerða um náttúru Islands. Þar er
nýrri þekkingu fléttað saman við niður-
stöður Ingolf-leiðangursins. Hlé varð á
botndýrarannsóknum við Island um margra
ára skeið, uns þær hófust á ný árið 1964 við
upphaf rannsókna á dýralífi við Surtsey. Á
síðari árum hafa verið gerðar merkar stað-
bundnar rannsóknir á botnlífi, aðallega á
grunnsævi og í fjörum, einkum á vegum Haf-
rannsóknastofnunarinnar og Líffræðistofn-
unar Háskólans. Niðurstöður þessara rann-
sókna hafa birst í ýmsum skýrslum og rit-
gerðum á vegum stofnananna og í erlendunr
fagtímaritum. Einnig hafa valinkunnir
íslenskir áhugamenn aflað ómetanlegrar
vitneskju um tegundir botndýra og út-
breiðslu þeirra við landið.
Árið 1992 var rannsóknaverkefnið Botn-
dýr á íslandsmiðum (BIOICE) formlega sett
á laggirnar. Rannsóknasvæðið nær yfir 200
mílna efnahagslögsögu íslands (758.000
km2), sem er um sjöföld stærð landsins og
nær niður á um 3.400 m dýpi. Markmið verk-
efnisins er að afla heildstæðs yfirlits yfir
megindrætti í útbreiðslu botnlægra tegunda,
þ.e. gera vísindalega lýsingu á botndýralífi
innan íslenskrar lögsögu. í þessu felst
einkum að ákvarða hvaða tegundir eru
innan 200 mflnanna, meta hversu algengar
tegundirnar eru og áætla útbreiðslu þeirra.
Lífverur ýmissa tegunda mynda einskonar
samfélög þar sem ein tegund getur haft áhrif
á afkomu annarra. Uppistaðan í fæðu botn-
dýra er lífrænt efni sem sekkur niður í
hafdjúpin frá yfirborðslögum sjávar. Þar
sem mikið er af fæðu eru samfélög botndýra
oft gróskumikil, mergð dýranna mikil og
einnig framleiðnin. Botndýr eru þvf mikil-
vægur hlekkur í hringrás næringarefna í
hafinu og sum þeirra eru mikilvæg fæða fyrir
227