Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 98
A
Vollastonít Díopsíð Hýpersten
CaSi03 CaMgSi2Oó (Mg,Fe)Si03
2. mynd. ACF-línurit, sem sýnir vensl steinda- og efnasamsetningar myndbreytts bergs sem
umkristallast hefur við ákveðinn hita og þrýsting. A = áloxíð (Al203); C = kalsíumoxíð
(CaO); F = járn- og magnesíumoxíð (FeO+MgO). Gert er ráð fyrir ofgnótt kísils (SiO J til
að mynda silíköt með hinum oxíðunum. Það sem eftir er afkíslinum myndar kvars sem hefur
efnasamsetninguna SiO,. Nöftt þeirra steinda sern Goldschmidt greinir frá eru sýnd svo og
efnaformúlur þeirra. Ef efnasamsetning (hlutföllin milli A, C og F) myndbreytts bergs er
þannig að hún fellur innan þríhymingsins sem merktur er 2, er bergið gert úr andalúsíti,
anorþíti og kordíeríti auk kvars. Þar sem berg með slíka efnasamsetningu er nálœgt
áloxíð-horninu er það álríkt. Þannig er leir. Kísilborinn kalksteinn (kalksteinn með
kvarsi) hefur hins vegar efnasamsetningu sem fellur nálœgt C-horninu og kísilborið
dólómít fellur nálœgt F-horninu. '
Þetta kom glöggt fram í rannsóknum hans í
bergfræði á öðrum áratug aldarinnar, ekki
bara rannsóknum á myndbreyttu bergi
heldur einnig storkubergi. Það var þó ekki
fyrr en á sjötta áratugnum að jarðfræðingar
fóru almennt að notfæra sér'þær vinnu-
aðferðir í bergfræði sem Goldschmidt lagði
grunninn að.
■ KRISTALEFNAFRÆÐI
í fyrri heimsstyrjöldinni urðu viðskipti
Noregs við önnur lönd erfið og olli það
hráefnisskorti. Því settu norsk stjórnvöld
á laggirnar hráefnastofnun sem skyldi
athuga hvort ekki mætti leysa vandann
með því að nota norsk jarðefni í stað
innfluttra. Goldschmidt var gerður að
yfirmanni þessarar stofnunar. Vinna hans
fyrir Hráefnastofnunina leiddi þó ekki
síður til vísindalegra framfara en fjár-
hagslegra, vegna þess að Goldschmidt
spurði jafnan spurninga sem höfðuðu til
skilnings á dreifingu steinda og frumefna í
jarðefnum.
Árið 1923 birti Goldschmidt jarðefna-
fræðilega flokkun frumefna (lögmálið um
240