Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 104

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 104
aðstoðarmenn, auk samkennara, svo hann gæti einbeitt sér sem mest að rannsóknum sínum í jarðefnafræði. A þessum tíma var fjöldi vísindamanna í fremstu röð í eðlis-, efna- og stærðfræði í Göttingen og samskipti Goldschmidts við þessa starfsbræður sína hafa vafalaust getið af sér margar nýjar hugmyndir, enda eru þau sex ár sem hann starfaði í Göttingen líklega hans frjóustu. Hann hélt áfram með kristalefnafræðina en sneri sér jafnframt af fullum krafti að greiningu þeirra ferla sem réðu dreifingu frumefnanna á jörðinni og þeirri hringrás sem þau tóku þátt í. Hér verður kolefni tekið sem dæmi. Á 5. mynd er kolefnishringferlið sýnt eins og Gold- schmidt dró það upp í vísindagrein sem birtist árið 1934. Kolefni jarðar er að langmestu bundið í kalksteini (kalsíum karbónat) og dólómíti (kalsíum-magnesíum karbónat). Mikið magn er auk þess í kolum, olíu og gasi, talsvert í sjó og vatni, minna í lífverum og jarðvegi og minnst í andrúmsloftinu. Kolefnið flyst milli þessara forðabúra. Við myndbreytingu og veðrun kalksteins og dólómíts losnar kolefni sem berst út í andrúmsloftið og sjóinn og annað vatn sem koltvíoxíð. Auk þess berst kolefni í þessi forðabúr með kviku úr iðrum jarðar, kolefni sem aldrei áður hefur litið dagsins ljós. Utfelling kalks og dólómíts úr vatni leiðir til myndunar kalksteins og dólómíts. Á sambærilegan hátt getur ferging lífrænna leifa leitt til myndunar biks, kola, olíu eða jarðgass. Eins og sjá má áf mynd Goldschmidts eru skiptin þó langsamlega örust milli andrúmslofts og vatns annars vegar og lífvera og jarðvegs hins vegar. Þá sýnir mynd Goldschmidts verulega öran flutning kolefnis í andrúmsloft og vatn vegna bruna á kolum og olíu. í grein í Teknisk Ukeblad frá 1936 ritar hann: „Kolefnishringrásin er sérstaklega áhuga- verð þar sem hún sýnir mikilvægi bruna kola og annars eldsneytis fyrir koltvíoxíð- innihald andrúmsloftsins... Þetta sýnir að starfsemi manna nú á dögum er mikilvægt jarðefnafræðilegt ferli.“ Hér kemur Goldschmidt í raun inn á það sem nú nefnast gróðurhúsaáhrif. Koltvíoxíð í andrúmsloftinu hefur aukist verulega á þessari öld vegna sívaxandi bruna á kolum, olíu og gasi, og hlýtur það að leiða til þess fyrr eða síðar að meðallofthiti á jörðinni hækki. Ástæðan er sú að koltvíoxíðið í loftinu hindrarútgeislun varma frájörðu líkt og gler gerir. Þaðan kemur orðið gróður- húsaáhrif. ■ afturtil noregs og HEIMSSTYRJALDARÁRIN Þegar Goldschmidt lluttist til Göttingen fóru foreldrar hans með honunt. Faðir hans hafði þá látið af störfum sem prófessor við Háskólann í Osló fyrir aldurs sakir. Skömmu eftir að til Göttingen kom lést móðir hans. Meðan Goldschmidt var í Göttingen komust nasistar til valda. Nokkrum árum síðar neyddist hann til að segja starfi sínu lausu og hrökklaðist frá Þýskalandi. Komst hann til Noregs ásamt föður sínum, slyppur og snauður. Enn er til bréf, undirritað af Hit- ler og Göring, þar sem fallist er á upp- sagnarbeiðni Goldschmidts og hann leystur frá störfum sem opinber starfsmaður Þriðja ríkisins. Goldschmidt fékk aftur starf við Hráefna- stofnunina í Osló þegar hann yfirgaf Þýska- land 1935. Eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út og nasistar hertóku Noreg var Goldschmidt tekinn fastur og settur í vinnubúðir. Einhvern veginn heppnaðist vinum hans að fá hann leystan úr þessum búðum og tókst honum að l'lýja til Svíþjóðar 1942. Var hann grafinn í hey á vagni og slapp þannig óskaddaður yfir landamærin, þótt sagan segi að nasistar hafi rekið bitjárn í heyið til að sannfæra sig um að enginn leyndist í því. Kona nokkur, Sigrid Elena Grúner, lagði sig í lífshættu við flótta Goldschmidts. I Svíþjóð kynnti hann hana sem unnustu sína. Þau giftust aldrei og sagan segir að þetta sé í eina skiptið sem Goldschmidt hafi verið við kvenmann kenndur. 246
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.