Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 105

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 105
í mars 1943 flaug Goldschmidt til Bret- lands. Þar dvaldi hann fram yfir stríð, fyrst í London en síðar í Aberdeen. Hann átti við vanheilsu að stríða á þeim árum og fékk einu sinni hjartaslag. Þá er sagt að hann liafi muldrað: „Þetta eru endalokin. Eg hef þó gert skyldu mína við Noreg og Bretland.“ En Goldschmidt hjarnaði við, þótt hann yrði ekki ferðafær fyiT en 1946. Þá fór hann enn ti 1 Noregs, þótt hann hefði fengið mörg atvinnutilboð í Bretlandi. En nú sárnuðu honum móttökurnar í Noregi. Hann var sakaður unt að hafa stefnt mörgum í lífshættu í Noregi með flótta sínum til Svíþjóðar. Þó fékk hann aftur starf sitt við Geologisk Museum. Goldschmidt lést 20. mars 1947 eftir margra ára veikindi. Hann lét brenna sig, eins og foreldrar hans höfðu gert, og var aska hans jarðsett í kirkjugarðinum Vestre Crematorium í Osló. Minnisvarðinn sem upphaflega var á leiði hans er nú á jarðfræði- safninu á Tpyen í Osló. ■ LOKAORÐ Sagt er að Goldschmidt hal'i verið metnaðar- gjarn og óhemju vinnusamuren tilfinninga- næmur. í vísindalegum umræðum sat rök- hyggjan í fyrirrúmi og hann var óvæginn. Því móðgaði hann stundum starfsfélaga sína. Samt sárnaði honum ef aðrir mátu ekki störf hans að verðleikum. Móðir Gold- schmidts á að hafa lagt áherslu á það í upp- eldinu að Goldschmidt segði alltaf satt, jafnvel þótt það gæti verið óþægilegt fyrir hann eða aðra. Sú saga er margsögð, þegar hann byrjaði í barnaskóla í Heidelberg, að skólastjórinn spurði hvort honum líkaði ekki vel við sig. „Ekkert sérstaklega," svaraði Goldschmidt. Árið 1929 var Goldschmidt tilnefndur til Nóbelsverðlauna í efnafræði. Næstu fimm árin þar á eftir var hann ætíð í hópi tilnefndra og síðast árið 1936, en aldrei varð hann þó meðal hinna útvöldu. Eftir sem áður hlaut hann rnargar viðurkenningar, þar á meðal Wollast-orðuna sem á þeim tíma var talin æðsta viðurkenning sem mönnum gat hlotnast fyrir störf að jarðvísindum. Æðsta viðurkenning í jarðefnafræði er nú kennd við Goldschntidt, Goldschmidt-orðan. Árið 1992 birtist bók eftir Brian Mason um ævi og störf Victors Moritz Goldschmidts. Mason er Nýsjálendingur en kom til starfa með Goldschmidt í Osló í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur kynntist ég Goldschmidt-jarðefnafræði á síðasta ári grunnnáms í jarðfræði við Edinborgar- háskóla. Hún heillaði mig og hefur þessi jarðefnafræði verið rauði þráðurinn í framhaldsnámi mínu og starfi. Grein þessi er að mestu byggð á bók Brians Masons. ■ ÞAKKARORÐ Þráinn Friðriksson jarðfræðingur aðstoðaði við gerð mynda og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Þá vil ég þakka Árna Hjartarsyni fyrir yfirlestur handrits og ýmsar gagnlegar ábendingar. PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR Stefán Arnórsson Jarðfræðihúsi Háskólans v/Hringbraut 101 Reykjavík stefanar@raunvis.hi.is 247
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.