Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 107
Skýrsla
um Hið íslenska
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG
FYRIR ÁRIÐ 1997
FREYSTEINN SIGURÐSSON
Samkvœmt lögum Hins íslenska
náttúrufrœðifélags skal formaður
félagsins birta skýrslu um starfsemi
þess í Náttúrufrœðingnum.
■ FÉLAGAR
Félagar og áskrifendur að Náttúrufræð-
ingnum voru 1.411 í árslok og hafði fækkað
um 112 á árinu. Heiðursfélagar voru 10 og
kjörfélagar 6 og var fjöldi hvorra tveggju
óbreyttur frá fyrra ári. Ævifélagar voru 13 og
hafði fækkað um 1 á árinu. Almennir féiagar
innanlands voru 1.093 og hafði fækkað um
46 á árinu. Alls létust 7 félagar á árinu, 63
sögðu sig úr félaginu og 74 voru strikaðir út
af félagaskrá vegna vanskila. Á árinu gengu
32 nýir félagar í HÍN, þar af 6 svokallaðir
skólafélagar eða ungmennafélagar. Skóla-
félagar voru 82 og hafði fækkað um 42 á
árinu. Félagar og stofnanir erlendis voru 55.
■ STJÓRN OG STARFSMENN
Á aðalfundi HÍN, 1. mars 1997, baðst
Sigurður S. Snorrason undan endurkjöri og
var Hilmar J. Malmquist, líffræðingur,
kosinn í hans stað. Hreggviður Norðdahl
Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi
í jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið
1974. Freysteinn hefur starfað hjá Orkustofnun æ
síðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu-
vatnsrannsóknir og jarðfræðikortlagningu. Hann
hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræði-
félags frá 1990.
var endurkjörinn í stjórn HÍN, sem var þá
skipuð sem hér segir: Formaður Freysteinn
Sigurðsson, varaformaður Hreggviður
Norðdahl, ritari Þóra Elín Guðjónsdótdr,
gjaldkeri Kristinn Albertsson, meðstjórn-
andi Hilmar J. Malmquist. Varamenn í stjórn
voru Helgi Guðmundsson og Hólmfríður
Sigurðardótdr. Endurskoðendur voru Tómas
Einarsson og Kristinn Einarsson, en vara-
endurskoðandi Arndr Þ. Sigfússon.
Fulltrúi HIN í Dýraverndarráði var Páll
Hersteinsson. FuIItrúar HÍN á opinberum
þingum og samkomum voru sem hér segir:
Náttúruverndarþing (31.01.1997): Frey-
steinn Sigurðsson; aðalfundur Landvernd-
ar (06.11.1997): Freysteinn Sigurðsson og
Kristinn Albertsson.
Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur
Sigbjarnarson og útbreiðslustjóri Erling
Olafsson. Framkvæmdastjóri sá um
stöðugan rekstur félagsins, ýrniss konar
erindrekstur á þess vegum, undirbúning
stjórnarfunda, ritstjórn og útgáfu
félagsbréfs, undirbúning og framkvæmd
fræðslufunda og fræðsluferða. Skrifstofa
félagsins að Hlemmi 3 (hjá Náttúrufræði-
stofnun íslands) var opin á þriðjudögum
og fimmtudögum flestar vikur ársins, en
oftar fyrir löngu ferð félagsins. Ut-
breiðslustjóri sá um félagatal, útsendingu
Náttúrufræðingsins og félagsbréfa,
innheimtu félagsgjalda og skyld erindi.
Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Álf-
heiður Ingadóttir, líffræðingur, sem ráðin
var ritstjóri 1996, í samráði við Náttúru-
fræðistofnun íslands, sem sér á þann hátt
um útgáfu Náttúrufræðingsins. Álfheiður
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 249-256, 1999.
249