Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 109
meginhluta félagsmanna af aðild að HÍN eru
áskriftin að Náttúrufræðingnum. Stopul
útgáfa hans er því trúlega letjandi fyrir aðild
að félaginu, þó að efni hans virðist almennt
lfka vel. Það er því forgangsverkefni að
koma útgáfu hans í gott lag. Vel má vera að
verð tímaritsins (og þar með árgjöld
félagsins) sé nokkuð hátt, en við því verður
ekki gert, nema með stórauknum fjölda
félaga eða einhverjum nýjum tekjuliðum, t.d.
auglýsingatekjum eða aukasölu á sérheftum
um fræðasvið eða landsvæði. Hik hefur
verið á stjórn félagsins að víkja frá hefð í
útgáfu og gerð tímaritsins að því leyti, en
vera má að nauðsyn brjóti þar forna siðu,
áður en langt um líður, ef svo fer fram sem
horfir. Enn má ugglaust hyggja betur að því
að sníða efni Náttúrufræðingsins að þörfum
þess áhugasama almennings sem les hann.
Til þessa hóps teljast þeir náttúrufræðingar
sem kaupa Náttúrufræðinginn, en það er
ekki nema lítill minnihluti hátt á annað
þúsund háskólaprófaðra náttúrufræðinga á
landinu, þó svo að hlutfallið sé samt miklu
hærra en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Hinir
náttúrufræðingarnir virðast vera svo upp-
teknir af eigin þröngsérfræði, áhugalitlir um
almenna náttúrufræði, eða svo á kafi í erli
dagsins að almenn og víðfeðm náttúrufræði
höfði ekki til þeirra. Náttúrufræðingurinn er
ekki og getur ekki verið sainsafn eða vett-
vangur fyrir torskildar þröngsérfræði-
greinar, sem einungis örfáir tugir manna
geta lesið sér til gagns eða ánægju. Sem
betur fer hafa margir sérfræðingar enn getu
og vilja til að skrifa á ljósan og auðskilinn
hátt um sérfræði sín fyrir almenning og aðra
notendur, þannig að fullum vísindalegum
kröfum sé fullnægt en lesendur megi þó
langflestir hafa af gagn og ánægju. Slíkt efni
hefur verið lögð áhersla á að birta í Náttúru-
fræðingnum og er ekki sýnileg ástæða til að
hvika frá þeirri stefnu.
Þessar stoðir báðar lúta að fræðslu um
náttúrufræðileg efni. Þriðja stoðin er önnur
vinna að markmiðum félagsins. Svo er að
heyra sem HÍN hafi getið sér gott orð hjá
opinberum aðilum, sem hlutlægur umsagn-
araðili í málum er varða náttúru landsins og
náttúruvernd. Yfirveguð og öfgalaus afstaða
HIN er til lengdar líklegri til árangurs en
einlitar skoðanir og æsingamálflutningur,
hversu mjög sem vandamálin kunna að
brenna á sumum og þörf stundum að bregð-
ast hart við. Vel má vera að félagið þurfi að
láta meira að sér kveða um flutning slíkra
mála á almennum vettvangi. Einnig má vera
að félagið ætti að hafa meira frumkvæði í því
að flytja þau mál sem eru til framdráttar stefnu
þess og markmiðum. Því eru þó takmörk sett
af sjálfboðavinnu stjórnar og ólaunaðra
starfsmanna, en að auki af fjárhag félagsins.
Starfsemi félagsins var að öðru leyti með
hefðbundnum hætti, eins og nánar greinir í
skýrslu þessari. Áhersla hefur verið lögð á
gott samstarf við Náttúrufræðistofnun
Islands, sem skvlt er því að hún er afsprengi
félagsins og rekur jafnan forsögu sína í ferli
náttúrugripasafns þess. Markmið félags og
stofnunar eru enda svipuð eða hin sömu í
mörgum greinum: Efling rannsókna á náttúru
landsins, efling á kynningu og útgáfu
náttúrufræðlegs efnis, eíling skynsamlegrar
vemdar og nýtingar á náttúru landsins.
Reikningar félagsins
Gjaldkeri félagsins, Kristinn J. Albertsson,
kynnti reikninga félagsins fyrir árið 1997 og
voru þeir samþykktir án athugasemda. Velta
félagsins var um 5(/2 milljón króna og var
nokkurt tap á rekstri þetta árið, en sveiflur
eru jafnan nokkrar milli ára, eftir því hvernig
útgáfu Náttúrufræðingsins vindur fram. Fé í
sjóði var rúmlega 3 millj. kr., eða aðeins meira
en ári fyrr. Eignir umfram skuldir (að með-
töldum birgðum og útistandandi kröfum)
voru rúmlega 5 millj. kr., eða svipaðar og ári
fyrr. Fjárhagur félagsins er því áfram
þröngur, þótt ekki sé hann sérlega bágur.
Árgjald fyrir 1997 var óbreytt, 3.300 kr. fyrir
einstaklinga; árgjald hjóna var 3.900 kr. og
árgjald ungmenna (að 23 ára aldri, „skóla-
félagar") 2.200 kr. Stjórn HÍN ákvað í árslok
1997 að hækka yrði árgjöld fyrir árið 1998 í
3.600 kr. fyrir einstaklinga, 4.200 kr. fyrir hjón
og 2.400 kr. fyrir ungmenni.
Dýraverndarráð
Fulltrúi HÍN í Dýraverndarráði, Páll
Hersteinsson, gat ekki mætt á fundinn, en
251