Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 114

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 114
undir forystu Guttorms og höfðu þar ógleymanlega uppgöngu. Hinir fóru undir forystu Freysteins inn í Hegranes og skoðuðu búðarústir og aðrar menjar Hegra- nesþings hjá Garði, en vitjuðu svo aftur félaga sinna við hina nýju Grettislaug hjá Reykjum. Komið var undir kl. 22 aftur í Varmahlíð. Laugardaginn 26. júlí var lagt upp um kl. 9 og var þá Arni Hjartarson kominn til leiðsagnar. Veður var dágott, milt og hæg norðangola, lofthiti um 15°C, skýjað og sólarlaust en þurrt framan af degi. Var haldið fram á Vesturdal, inn fyrir Giljar og inn undir Klif. Þaðan var gengið nokkurn spöl fram á dalinn til að ná betri sýn inn á hann. Horfið var svo aftur og snúið yfir á Austurdal, allt inn að Skatastöðum. Þar var tekið hádegis- hlé og fylgst með ferðalöngum á fljóta- flekum (,,river-rafting“) leggja á Austari- Jökulsá. Frá Skatastöðum sér vel inn að Árbæ og inn á Austurdal. Kláfur er á Jökulsá við Skatastaði og greip garpsskapur suma ferðalangana, svo að 24 þeirra fóru yfir á kláfnum og gengu fram að Árbæ undir leið- sögn Árna og Guttorms. Er margt forvitni- legt af menningarminjum á Árbæ, jarðfurður í Árbæjargili og í Miðhúsahólum, dala- gróður óvenjugróskumikill í sólríkinu og þurrveðrafarinu í hlíðunum og landslag hið fegursta. Freysteinn fylgdi hinum út að brú yfir til Merkigils og var þar gengið yfir í hlíðina til skoðunar. Síðdegisskúrir skullu á göngumenn á bakaleið frá Árbæ. Komið var út í Varmahlíð upp úr kl. 18, en þar fór fram plöntugreiningarkeppni um kvöldið. Sunnudaginn 27. júlí var lagt upp frá Varmahlíð um kl. 10 áleiðis suður. Veður var áfram milt og gott, lofthiti 12-16°C, hægviðri og léttskýjað, en þó sólarlítið og gerði skúr á Bláfellshálsi, en bjart þaðan og suður. Farið var um Kjalveg og staðnæmst á Áfangafelli og horft yfir heiðar og Blöndulón. Hádegis- hlé var gert á Hveravöllum en verðlaun fyrir veðurspárkeppni og plöntugreiningu voru afhent á Fjórðungsöldu. Staldrað var á Blá- fellshálsi og við Gullfoss en suður til Reykjavíkur var komið um kl. 19 um kvöldið. NáttúruperlurAustur-Skaftafellssýslu Skoðunarferð um náttúruperlur Austur- Skaftafellssýslu var farin 21.-24. ágúst. Fyrirhugaður leiðsögumaður, Jón Jónsson jarðfræðingur, forfallaðist en í hans stað komu heimamennirnir Hannes Jónsson frá Núpsstað og Einar Jónsson, Hofnesi. Ferðafélagið sá um fararstjóm, en þátt- takendur vora 26 talsins. Voru þeir einkar ánægðir með ferðina. ■ ÚTGÁFA Út komu 2. hefti og 3.-4. hefti saman (tvöfalt) af 66. árgangi og 1. og 2. hefti af 67. árgangi Náttúrufræðingsins. Ritstjóri hans var Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar íslands. Haldið var áfram á þeirri braut að hafa tímaritið alþýðlegt, en þó í engu slakað á vísindalegum kröfum, einkum til lengri og vandaðri greina. Sala á bókum félagsins var misjöfn. Náttúra Mývatns (útgefin 1991) seldist talsvert á bókamarkaði og íslensk spendýr (útgefin 1993, með Landvernd) seldist upp, en Þingvallabókin (útgefin 1992, gjöf frá Hinu íslenska fræðafélagi) og Surtseyjarbókin (útgefin 1994, með Surts- eyjarfélaginu) seldust dræmt. ■ ÖNNUR SÝSLAN Stjóm HÍN fjallaði um frumvarp til námulaga og frumvarp til laga um náttúruvernd (hvort tveggja í apríl). Einnig veitti stjórn HÍN umsögn til skipulagsstjóra um drög að skipulags- og byggingarreglugerð (í nóv- ember). 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.