Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 11
N Á T T Ú RUI'RÆÐINGURINN 5 með sér ýmsar óæskilegar breytingar á ástandi stofnsins. Má þar til nefna, að ein af afleiðingum mjög aukinnar sóknar er lækkun á meðalaldri og meðallengd í stofninum, og er þetta undanfari og eitt aðaleinkenni ofveiði. Samfara aukningu heildaraflans á sér því stað veruleg aukning á hundraðshluta smáfisks í veiðinni, en ofmikil veiði á smáfiski er mjög óheppileg, bæði frá líffræði- legu og hagfræðilegu sjónarmiði. Æskilegt er, að verulegur hluti fisksins nái kynþroska áður en hann er veiddur, til þess að hann geti lagt sitt af mörkum til að viðhalda stofninum. Með því að veiða of smáan fisk nýtum við heldur ekki framleiðni sjávarins. Segja má, að þyngd fisks sé yfirleitt jöfn og lengdin í þriðja veldi deilt með hundrað. 30 cm ýsa er þannig [30x30x30 grömm deilt með 100, eða] 270 grömm. Á sama hátt er 40 cm löng ýsa 640 grömm og 50 cm löng ýsa 1250 grömm. Það á sér því stað gífurleg þyngdaraukning hjá fiskinum á þessu lengdarbili, og sjá því allir, að það er ólíkt skynsamlegra að lofa ýsunni að verða 640 grömm, heldur en veiða hana, þegar hún er einungis 270 grömm eða jafn- vel enn léttari. Heildarveiðin hverju sinni er ekki einhlítur mælikvarði á fisk- magnið í sjónum, því að hún er háð mörgum utanaðkomandi atriðum, svo sem veðurfari, mismunandi sókn o. fl. Þess vegna er fiskmagnið, þ. e .stærð liskstofnsins, mælt sem veiði við ákveðna fyrirhöfn, t. d. fjölda fiska á 1000 öngla eða tonn af liski á 100 togtímum. Aflamagn á 100 togtíum er einna algengastur mæli- kvarði á magn botnfiska, og er nauðsynlegt að þekkja það til þess að gera sér grein fyrir ástandi ákveðins fiskstolns hverju sinni og áhrifum veiðanna á hann. Ýsu- og skarkolastofnarnir hér við land eru mjög greinileg dæmi um ofveidda fiskstofna. Á árunum 1922 til 1937 féll ýsuveiði Breta úr 243 vættum í 71 vætt á 100 togtímum, og á sama tímabili minnk- aði skarkolaveiði þeirra úr 56 vættum í 18 vættir á 100 togtímum. Á stríðsárunum fengu íslen/.ku fiskstofnarnir mjög óvænta vernd, en að styrjöldinni lokinni jókst aftur mjög mikið sóknin á íslands- mið. Vegna friðunar stríðsáranna var ýsuafli Breta árið 1946 358 vættir á 100 togtímum, eða fimmfaldur á við árið 1937, og skar- kolaaflinn var sama ár 84 vættir, og hafði því um það bil fimm- faldazt líka. Þessi clýrð stóð þó ekki lengi, því að með mjög aukinni sókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.