Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11
ferðar, og allt yfirbragð hans stingur svo glöggt í stúf við hina
gömlu sléttu eða ávölu jökulmela, að ekki verður á villzt. Enn
fremur veit stefna gömlu jökulrákanna, þar sem þær finnast ná-
lægt jaðri núverandi jökuls, því nær þversum við skriðstefnu hans
(sjá 2. mynd).
Úfnu ruðningsmúgarnir við rendur Hofsjökuls og Langjökuls
marka mestu útbreiðslu þessara jökla á síðustu öldum, en sléttu
melarnir og aðrar jökulminjar um allan meginhluta Kjalar eru
eftir ísaldarjökul, sem löngum þakti því nær allt fsland á síðasta
jökulskeiði ísaldarinnar. Það jökulskeið hófst fyrir h. u. b. 70
þúsundum ára, og því lauk fyrir h. u. b. 10 þúsund árum. Þá tekur
nútíminn við.
Hvergi á Kili — né annars staðar á Miðhálendinu — hafa fundizt
neinar jökulminjar, er að ellimerkjum séu millistig milli ísaldarminj-
anna og minjanna um framgang jökla á síðustu öldum. Aí’ því má
marka, að Hofsjökull og Langjökull hafa aldrei síðan í ísaldarlok
orðið stærri en á 18. og 19. öld.
Mér liafa reynzt jökulrákir flestum öðrum jökulminjum lær-
dómsríkari um háttu síðasta ísaldarjökulsins yfir íslandi. (Þeim,
sem ekki hat’a veitt atliygli þessum algengu rákum á sléttum klöpp-
um, skal vísað til fyrri greina minna í Náttúrufr. 1955 og 1962).
Jökulrákir á klöpp sanna okkur ekki aðeins, að jökull hefur legið
ylir klöppinni, heldur sýna þær einnig skriðstefnu hans. Jökulís
skríður alla jafna í þá átt sem yfirborði bans Iiallar. Út af því getur
þó brugðið djúpt niðri í jöklinum, ef ísinn rekst Joar á brattan
bergvegg eða treðst fram um krappan dal. En slíka staðhætti er
hægt að varast, og má þá af stefnu jökulrákanna marka, í hvaða
átt yfirborði jökulsins hallaði, jiegar liann risti þær.
Vegna Jsess hve jökulrákir mást fljótt og hverfa, fyrir áhrif lrosts,
sandfoks o. fl., má tel ja öruggt, að allar venjulega staðsettar og skýr-
ar jökulrákir hér á landi séu eltir síðasta ísaldarjökulinn. Undan-
tekningar eru aðeins: í fyrsta lagi rákir eftir nútímajökla, á háfjöllum
eða í nánd við núverandi jökla, og eru þær helzt frá síðari öldum;
og í öðru lagi rákir frá fyrri jökulskeiðum (þau voru ekki færri en
þrjú alls á ísöldinni), fram komnar við það, að hart berg, sem þær
hafa geymzt undir og er litlu yngra en þær sjálfar, hefur nýlega rofizt
ofan af þeim. En slíkt fyrirbæri er vissulega sjaldséð og auk þess
auðþekkt.