Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 27
NÁTT Ú Rl J FRÆÐ I N G U RI N N 21 þar sem hann lá npp að austurhlíð Bláfells. E£ til vill var þetta sitt á hvað. Ég he£ ekki orðið var við verksummerki eltir slíkt útfall uppi í fjallshlíðinni, enda lítið leitað. En niðri við rætur Bláfells, um slakka milli þess og Lambafells, liggur einkar snotur þurr farvegur eftir fornt útfall suður úr Hvítárvatni. Varpið í þessum slakka er flatt og liggur í 14 m hæð yfir Hvítárvatn. En fast sunnan við það hefst dálítið gljúfur með fossstalli efst og liyl undir, en bröttum klettaveggjum á báðar hliðar. Meðan Hvítá rann þarna úr Hvítár- vatni, hefur enn legið jökull yfir núverandi útfall hennar, og hef- ur það verið nyrzta tota Suðurlandsjökulsins. Sjá 5. mynd. Kerlingarfjöll. Kerlingarfjöll eru þyrping hárra og hrikalegra l'jalla suður af Kili austanverðum. Eins og mörgum mun kunnugt orðið, stinga þau mjög í stúf við önnur fjöll á þessu svæði, bæði að lit og lögun. Þau eru úr súru bergi, líparíti eða fjósgrýti og skyldum bergteg- undum. Jóhannes heitinn Áskelsson, sem manna mest og bezt liefur fjallað um jarðfræði Kerlingarfjalla, taldi þau eins konar liraungúla að uppruna: ljósgrýtiskvikan hefði troðizt neðan úr djúpinu upp í gegnum móbergsmyndunina, sem fyrir var, sveigt upp á við liin efri móbergslög, en sums staðar brotizt alla leið upp úr og turnazt upp á yfirborði jarðar, þar sem nú eru tindar Kerl- ingarfjalla (Jóhs. Ásk. 1942 og 1946). Jóhannes taldi þetta hafa gerzt í lok síðasta jökulskeiðs ísaldar og sennilega að nokkru leyti eftir ísöld. Ég hef áður tekið undir |)á kenningu, að Kerlingarf jöll væru svona ung, og rökstuddi hana þá með þeirri heldur lauslegu athugun minni, að í jökulruðningn- um á Hrunamannaafrétti, svæðinu suður og vestur af Kerlingar- fjöllum, finnst varla líparítvala eða nokkurt annað sýnishorn af hinum sérkennilegu bergtegundum Kerlingarfjalla (Guðm. Kj. 1943, bls. 136—137). Mér virtist þá einsætt, að um allt þetta svæði hefði ísaldarjökullinn skriðið í suðvestur, undan halla-, og ldyti að liafa dreift um það hinu litskrúðuga grjóti þessara fjalla, ef það grjót hefði þá verið komið upp úr jörðunni. Ég vissi ekki þá, það sem síðar hefur komið í Ijós, að á síðasta jökulskeiði lágu ísaskil langt fyrir sunnan núverandi vatnaskil. Jökulskjöldurinn var miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.