Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 12
6 NÁT1’ Ú RU F RÆ ÐINGURINN hrakaði þessum stofnum svo mjög, að árið 1952 var ýsuafli Breta kominn niður í 169 vættir og árið 1953 var skarkolaafli þeirra aðeins 26 vættir á 100 togtímum. Ef við berum saman tímabil þau, sem hér hefur verið miðað við, annars vegar 1922—1937 og hins vegar 1946—1957, þá kemur í ljós, að á fyrra tímabilinu hrakaði ýsuveiðinni um ca. 10 vættir á togtíma á ári, en á seinna tímabilinu hrakaði henni um ca. 27 vættir á togtíma árlega, eða 2,7 sinnum meira. A sama hátt hrakaði skarkolaveiðinni um 2.4 vættir á togtíma á ári á fyrra tímabilinu, en um 7 vættir á togtíma árlega síðara tímabilið, eða tæplega þrisvar sinnum meira. Það er því greinilegt, að hin síaukna sókn eftirstríðsáranna hafði mikil áhrif á þessa stofna, og var sú þróun fiskveiðanna, sem hér hefur verið lauslega getið, mikilvægt atriði í öllum um- ræðunr okkar um landhelgismálið og nauðsynina á aukinni vernd þessara tegunda. Það er vitaskuld margt fleira, sem vita verður um stofninn, en aflamagn það, sem hann gefur af sér á ákveðna sóknareiningu, ef meta skal ástand hans og framtíðarhorfur. Það er t. d. nauð- synlegt að þekkja sem be/.t aldursdreifingu og lengdardreifingu stofnsins, bæði hins óþroska og kynþroska hluta hans. Miklar sveiflur í stærð fiskstofna eru af eðlilegum orsökum, eins og t. d. missterkum árgöngum, og eru þær sveiflur vel þekktar hjá ýms- um nytjafiskum okkar, bæði flatfiskum, þorski og síld. Allveru- legar sveiflur í aflamagni geta einnig orsakazt af breytilegum fiskgöngum, eins og t. d. göngum þorsks á milli Grænlands og íslands. Heilclardánartölu ákveðins stofns nefnum við þann hundraðs- hluta hans, sem deyr eða hverfur af einhverjum orsökum á hverju ári. Langmestur hluti þessarar rýrnunar er af völdum veiðanna, en hitt eru meira eða minna eðlilegar dánarorsakir: sjúkdómar, ellihrumleiki eða óvinir, sem verða fiskinum að fjörtjóni. Heildar- dánartalan er góður mælikvarði á ástand stofnsins, en það er nauð- synlegt að vita, hve mikill hluti dánartölunnar er af völdunr veið- anna og hve mikill hluti af öðrum orsökum. Þorskstofninn er sá eini af íslenzku nytjafiskastofnunum, þar sem þetta atriði er þekkt að nokkru ráði. Heildardánartala hins kynþroska hluta stofnsins er í dag um 60%, þ. e. á hverju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.