Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 12
6 NÁT1’ Ú RU F RÆ ÐINGURINN hrakaði þessum stofnum svo mjög, að árið 1952 var ýsuafli Breta kominn niður í 169 vættir og árið 1953 var skarkolaafli þeirra aðeins 26 vættir á 100 togtímum. Ef við berum saman tímabil þau, sem hér hefur verið miðað við, annars vegar 1922—1937 og hins vegar 1946—1957, þá kemur í ljós, að á fyrra tímabilinu hrakaði ýsuveiðinni um ca. 10 vættir á togtíma á ári, en á seinna tímabilinu hrakaði henni um ca. 27 vættir á togtíma árlega, eða 2,7 sinnum meira. A sama hátt hrakaði skarkolaveiðinni um 2.4 vættir á togtíma á ári á fyrra tímabilinu, en um 7 vættir á togtíma árlega síðara tímabilið, eða tæplega þrisvar sinnum meira. Það er því greinilegt, að hin síaukna sókn eftirstríðsáranna hafði mikil áhrif á þessa stofna, og var sú þróun fiskveiðanna, sem hér hefur verið lauslega getið, mikilvægt atriði í öllum um- ræðunr okkar um landhelgismálið og nauðsynina á aukinni vernd þessara tegunda. Það er vitaskuld margt fleira, sem vita verður um stofninn, en aflamagn það, sem hann gefur af sér á ákveðna sóknareiningu, ef meta skal ástand hans og framtíðarhorfur. Það er t. d. nauð- synlegt að þekkja sem be/.t aldursdreifingu og lengdardreifingu stofnsins, bæði hins óþroska og kynþroska hluta hans. Miklar sveiflur í stærð fiskstofna eru af eðlilegum orsökum, eins og t. d. missterkum árgöngum, og eru þær sveiflur vel þekktar hjá ýms- um nytjafiskum okkar, bæði flatfiskum, þorski og síld. Allveru- legar sveiflur í aflamagni geta einnig orsakazt af breytilegum fiskgöngum, eins og t. d. göngum þorsks á milli Grænlands og íslands. Heilclardánartölu ákveðins stofns nefnum við þann hundraðs- hluta hans, sem deyr eða hverfur af einhverjum orsökum á hverju ári. Langmestur hluti þessarar rýrnunar er af völdum veiðanna, en hitt eru meira eða minna eðlilegar dánarorsakir: sjúkdómar, ellihrumleiki eða óvinir, sem verða fiskinum að fjörtjóni. Heildar- dánartalan er góður mælikvarði á ástand stofnsins, en það er nauð- synlegt að vita, hve mikill hluti dánartölunnar er af völdunr veið- anna og hve mikill hluti af öðrum orsökum. Þorskstofninn er sá eini af íslenzku nytjafiskastofnunum, þar sem þetta atriði er þekkt að nokkru ráði. Heildardánartala hins kynþroska hluta stofnsins er í dag um 60%, þ. e. á hverju ári

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.