Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 34
28 N ÁT T Ú R U F RÆ ÐI N G U R I N N sé óbrotinn og óhaggaður einnig undir hrauninu. Kem ég þá loks að minni skýringu á myndun eldfjallsins Leggjabrjóts. Hann lilóðst upp í ísaldarlokin um þær mundir, er enn lá þykk- ur jökulskjöldur yfir Miðsuðurlandi og náði fast upp að rótum þess fjalllendis, sem Langjökull þekur nú að miklu leyti. En á þessu fjalllendi var þá ekki öllu meiri jökull en þar er nú. Á austurjaðri fjalllendisins, þar sem nú er Leggjabrjótur, en þá var sennilega jökullaust svæði eða a. m. kosti ekki hulið þykkum jökli, verður mikið og sennilega langvinnt hraungos, sem hleður upp dyngju. En af því að þetta gerist utan í halla til austurs, verð- ur dyngjan nokkuð skökk, og hraunið rennur mest austur af. Þar kemur það niður á jökulbreiðuna. Það breiðist lítið út yfir jökul- inn, heldur bræðir sig niður úr lionum. Þó eru sigdældirnar og brotsárin í hrauninu til vitnis um það, að sums staðar bráðnaði ísinn ekki undan því, fyrr en eftir að það var storknað. Sennilegt er, að jaðar jökulsins við hallann, sem hraunið rann ofan, hafi þá surns staðar verið á floti í djúpu lóni, sams konar því, sem strandlínurnar vitna um, að þarna var eftir myndun Leggjabrjóts. Slíkt lón hefði komið í veg fyrir, að hraunið rynni út á jökulinn. En hvort sem þá var þarna lón fyrir eða ekki, þá liefur jökullinn stöðvað útbreiðslu hraunsins til suðurs og austurs og valdið því, að það staðnæmdist þarna í mjög óvenjulega hárri hraunbrún. Og er þá komið að kjarna málsins: Hin bratta hlíð Leggjabrjóts upp af Karlsdrætti og Eróðárdal er hraunbrún að uppruna. Hamrarnir efst í þessari brún eru úr lrrauni með venjulegri gerð dyngjuhrauna. En á þeim fáu stöðum neðar í hlíðinni, þar sem sér á fast berg fyrir urð og skriðu, þá er það bólstraberg og lítið eitt af móbergi. Þessar berggerðir benda til storknunar í vatni. Ekki er ólíklegt, að yfirborð jökulbreiðunnar — og ef til vill jökullóns — liafi legið í þeirri hæð, sem nú er mörkuð af efstu strandlínunni í þessari brekku, eða jafnvel nokkru hærra. En eins og fyrr var getið, vantar á Leggjabrjót allra efstu og gleggstu strand- iínuna á Kili, þá senr er 630 m y. s. og jafnhá vatnaskilunum. Hún ætti að liggja nokkuð ofan við hraunbrúnina uppi í flata hrauninu vestan við Fróðárdal. Vöntun hennar þar stafar að sjálfsögðu af jrví, að Leggjabrjótur varð ekki til fyrr en jökullónið á Kili — hið ,,forna Hvítárvatn" — hafði fengið afrennsli suður af og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.