Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 26
20
NÁTTÚRUFRÆÐIN G URIN N
5. mynd. Farvegur eftir fornt útfall Hvitár úr Hvítárvatni milli Bláfells og
Lambafells. Hrútfell í baksýn. — Ljósm. G. K.
Fig. 5. The gorge of a former oullet from Lnke Hvitárvatn over á col between
liláfell and Lambafell. The lablemountain Hrútfell in tlie background.
fyrir því, að varpið hafi verið jafnhátt 630 m strandlínunni og ráð-
ið hæð hennar, farnar að nálgast sönnun.
Og þar við bætist enn, að norður undan þessari hrauntotu liggja
flatir melar, skornir djúpum vatnsrásum, sem hallar til Þegjanda.
Efni þessara mela er ekki sá hinn leirborni og steinum stráði jökul-
ruðningtir, sem þekur berggrunninn um mestan hhit.a Kjalar, held-
ur sandur, möl og hnullungar, bersýnilega forn eyri stórs vatnsfalls,
sem rann norður af — til Blöndu og Húnaflóa. Þetta var útfall
jökullónsins á Kili, þegar hæst varð í því.
En þar kom síðar,_ að jökulskjöldurinn yfir Miðsuðurlandi, síð-
ustu leifar eiginlegs ísaldarjökuls hér á landi, þynntist svo, að jök-
ullónið á Kili fékk íramrás suður af. Þá lækkaði í lóninu. Neðri
strandlínurnar, við Fróðárdal, marka vatnsborðið á ýmsum stigum
þeirrar lækkunar. Ef til vill lyfti vatnið jöklinum, er hann hafði
þynnzt að vissu marki, og brauzt fram undan honum í jökulhlaup-
um. Ef til vill hafði það löngum afrennsli fram með jaðri hans,