Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 29
N ÁTT Ú R U F RÆ ÐINGURINN 23 hún er öll smurð jökulruðningi, sem mundi almennt kallaður melar. En þær klappir sem upp úr standa — og það er lielzt á há- kollinum — eru sléttar og sums staðar rákaðar eltir jökul. Ekki getur heitið, að votti fyrir gíg hæst á dyngjukollinum. Aðeins með góðum vilja má taka klappabungur, sem þar liggja í boga- dreginni löð, fyrir leifar at' gígbarmi. Væntanlega hefur ísaldar- jökullinn fyllt gíginn af ruðningi og auk þess sorfið niður barma hans. Jökulsorfnar dyngjur á borð við Baldheiði, en þó fáar eins reglulegar, eru víða á móbergssvæðum Árnessýslu og einnig í Suður- Þingeyjarsýslu. Hér hefur áður verið nokkuð minnzt á Skálpanes- dyngjuna norðvestur af Bláfelli, en htin er stór grágrýtisbunga af þessu tagi og nágranni Baldheiðar. — Ogerlegt er að hugsa sér, að þessar jökulsorfnu dyngjur hafi myndazt undir jökli, því að hraun þeirra liafa breitt úr sér hindrunarlaust með sama hætti og hraun nútímadyngnanna og auk þess storknað í kristallað basalt, en ekki móberg. Þess vegna hljóta þær að vera frá hlýviðrisskeiðum ísald- arinnar, þegar jöklar voru vart meiri en á vorum dögum, fremur minni. Stapar. Þess var áður getið um Blálell, að það mundi stapi að efni og uppruna, en lögunin sködduð af óþyrmilegu rofi jökla um langan aldur. En lítt skaddaðir stapar er sú fjallgerð, sem öðrum fremur mótar svip fandslagsins á Kili. Þetta eru kistulaga f jöl 1 með flötum eða dálítið hvelfdum kolli, en hvössum brúnum og bröttum hlíðum allt í kring. Gerðinni er raunar bezt lýst nreð því að nefna dæmin, því að þau eru mörgum kunn: Hrútfell („Hrúta- fel 1“ á flestum kortum) er þeirra mest, 1410 m y. s., mikilúðlegt Ijall með jökulhettu á kolli og íalljökla í hlíðum. Skriðufell við Hvítárvatn er einnig með jökulhettu, en auk þess hálft á kafi í Langjökli. Blágnípa er fast við rönd Hofsjökuls, en Kjalfell á miðjum Kili, og enn má telja allstórt nafnlaust fjall af þessu tagi í norðausturhorni Hofsjökuls upp af Álftabrekkum. Kollur og brúnir þessara fjalla eru úr basalti, bersýnilega hraun- lögum, en það, sem undir liggur, er oftast aðallega móberg, en stundum með svo miklu ívafi af bólstrabergi (og kubbabergi) að það verður fyrirferðameira en móbergið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.