Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 35
NÁTTÚ RUF RÆÐIN G U RT N N 29 tekið að lækka nokkuð í því, „Hvítá hætt að renna í Húnaflóa", ef svo má að orði kornast. Sú skýring, sem ég hef nú haldið frarn um myndun eldfjalls- ins Leggjabrjóts, er í meginatriðum hin sama og áður var rakin um myndun stapanna. í báðum tilfellum er það aðhald íss og leys- ingarvatns að storknandi bergkvikunni, sem mótar hinar þver- höggnu brúnir og bröttu hlíðar þessara eldfjalla. En á Leggja- brjót er þetta allt miklu ljósara í einstökum atriðum en í gömlu fjöllunum. Tilraun til tímasetningar. í frásögnum af stórviðburðum hér að framan hefur lítt verið tilgreint, hvenær þeir gerðust að almennu tímatali. Til þess hrökkva skammt athuganir mínar og annarra norður á Kili, en samanburður við hliðstæða viðburði í öðrum löndum, þ.ar sem meiri er orðinn árangur sögurannsókna af þessu tagi, má lielzt verða að gagni. Það er nú fullvíst orðið, að ísaldarlok urðu mjög um sama leyti á meginlöndum Norður-Evrópu og Norður-Ameríku, og meira að segja virðast veðurfarsbreytingar yfirleitt hafa orðið á sarna veg og samtímis báðum megin Atlanzhafsins ekki skemur en frá byrjun síðasta jökulskeiðs (fyrir um 70 þús. árum) til vorra daga (Emiliani 1958, Flint 1961). í lok svonefnds Allerödskeiðs, sem var tiltölulega hlýtt skeið í ísaldarlokin, liafði mjög gengið á ísaldarjökulinn mikla á Norður- löndum. Eigi vita menn gerla, hve langt jökulröndin hörfaði þá norður eftir Skandinavíu. En hitt er víst, að á næsta skeiði gekk hún fram aftur og nam þar fyrst staðar, sem síðan liggja eftir hana miklir ruðningsgarðar, kallaðir Salpausselka í Finnlandi, miðsœnsku mórenurnar í Svíþjóð og raðirnar (raene), í Noregi. Við þessi mörk lá jökulröndin nokkurn veginn stöðug frá því fyrir um 11 þús. þangað til fyrir um 10 þús. árum (nákvæmast talið í Finnlandi: l'rá 8700 til 7900 f. K.), og er sá tími nefndur Salpaus- selkaskeiðið. Það var vitanlega kuldaskeið, eins og margt fleira en jökulframgangurinn vitnar um, og raunar eini verulega harði aft- urkippurinn í hinum almenna veðurfarsbata ísaldarlokanna. Að þessu harðindaskeiði loknu (fyrir um 10 þús. árum) hörfaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.