Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 27
NÁTT Ú Rl J FRÆÐ I N G U RI N N 21 þar sem hann lá npp að austurhlíð Bláfells. E£ til vill var þetta sitt á hvað. Ég he£ ekki orðið var við verksummerki eltir slíkt útfall uppi í fjallshlíðinni, enda lítið leitað. En niðri við rætur Bláfells, um slakka milli þess og Lambafells, liggur einkar snotur þurr farvegur eftir fornt útfall suður úr Hvítárvatni. Varpið í þessum slakka er flatt og liggur í 14 m hæð yfir Hvítárvatn. En fast sunnan við það hefst dálítið gljúfur með fossstalli efst og liyl undir, en bröttum klettaveggjum á báðar hliðar. Meðan Hvítá rann þarna úr Hvítár- vatni, hefur enn legið jökull yfir núverandi útfall hennar, og hef- ur það verið nyrzta tota Suðurlandsjökulsins. Sjá 5. mynd. Kerlingarfjöll. Kerlingarfjöll eru þyrping hárra og hrikalegra l'jalla suður af Kili austanverðum. Eins og mörgum mun kunnugt orðið, stinga þau mjög í stúf við önnur fjöll á þessu svæði, bæði að lit og lögun. Þau eru úr súru bergi, líparíti eða fjósgrýti og skyldum bergteg- undum. Jóhannes heitinn Áskelsson, sem manna mest og bezt liefur fjallað um jarðfræði Kerlingarfjalla, taldi þau eins konar liraungúla að uppruna: ljósgrýtiskvikan hefði troðizt neðan úr djúpinu upp í gegnum móbergsmyndunina, sem fyrir var, sveigt upp á við liin efri móbergslög, en sums staðar brotizt alla leið upp úr og turnazt upp á yfirborði jarðar, þar sem nú eru tindar Kerl- ingarfjalla (Jóhs. Ásk. 1942 og 1946). Jóhannes taldi þetta hafa gerzt í lok síðasta jökulskeiðs ísaldar og sennilega að nokkru leyti eftir ísöld. Ég hef áður tekið undir |)á kenningu, að Kerlingarf jöll væru svona ung, og rökstuddi hana þá með þeirri heldur lauslegu athugun minni, að í jökulruðningn- um á Hrunamannaafrétti, svæðinu suður og vestur af Kerlingar- fjöllum, finnst varla líparítvala eða nokkurt annað sýnishorn af hinum sérkennilegu bergtegundum Kerlingarfjalla (Guðm. Kj. 1943, bls. 136—137). Mér virtist þá einsætt, að um allt þetta svæði hefði ísaldarjökullinn skriðið í suðvestur, undan halla-, og ldyti að liafa dreift um það hinu litskrúðuga grjóti þessara fjalla, ef það grjót hefði þá verið komið upp úr jörðunni. Ég vissi ekki þá, það sem síðar hefur komið í Ijós, að á síðasta jökulskeiði lágu ísaskil langt fyrir sunnan núverandi vatnaskil. Jökulskjöldurinn var miklu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.