Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 6
Það er gleðilegt tákn tímanna, að æskulýðurinn gerir sér meira og meira far um að njóta frelsis og gleði undir berum himni, langt frá ryki kaupstaðanna, langt frá hversdagsáhyggjum og dægurþrasi. Æðsta markmið hvers einstaklings, hvort sem hann er ungur eða ganall, er án efa það, að lifa í jafnvægi við umhverfi sitt. Einstaklingur- inn er því sælli, því fullkomnara sem jafnvægi hans við umhverfið er, bæði í hkamlegum og andlegnm skilningi. Menntun er eitt af því, sem á að hjálpa mönnum til þess að semja sig betur að hvaða kjörum sem vera skal, en hún nær aðeins tílgangi sínum á þeim, sem tekst að tileinka sér menningargildi hennar. Það er sitt hvað, að hafa öðl- ast þekkingu í einhverju fagi, eða að hafa tileinkað sér menningargildi þess. Menningargildi náttúruvísindanna er samúð með nátt- úrunni, og skilningur á fyrirbrigðum þeim, sem alltaf og alstaðar eiga sér stað í skauti hennar. Það er aðal-markmið Náttúrufræðingsins að vekja þessi verðmæti til lifs hjá les- endum sínum, og í því trausti að það megi takast, hvetur hann sem flesta til þess að opna dyr sínar fyrir honum. Kaupendur og útsölumenn Náttúrufræðingsins eru vinsamlega beðnir að standa skil á andvirði ritsins til gjaldkera þess, Gísla Jónassonar kennara. Eins og áður hefur verið auglýst, er gjalddaginn 1. april. Heimilisfang gjaldkera er: Grettisgötu, 53 A, sími 1810, pósthólf 712, Reykjavík. Versl. Vísir LÝSING ÍSLANDS Lattgavegí 1 Símí 555 BPTIR Ein af stærstu og þekktustu ný- ÞÖRVAliD THORODDSEN lenduvöruverzlunum borg- arinnar. 1. bindi allt og 1. og 2. M u n ið: hefti annars bindis eru Versl. Vísír, Seld (\ skrifstofu Laagaveg 1. ÍSAFOLDAItPItENTSMIB.TU H.F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.