Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 6
68 NA.TTORUFR. með straumnum, og eru hvorki meiri né minni en allur þorri manna, sem skipa sæti við hlið þeirra í þjóðfélaginu, og loks eru margir, sem frekast mega teljast til löngu liðinna tíma, þá hefir dagað uppi andlega og menntalega séð. Mikill er mismunurinn á einstaklingunum í sama þjóðfélaginu, en miklu meiri er munurinn á ýmsum þjóðum í heiminum, og er langt frá því, að miðaldirnar, hvað þá heldur 20. öldin hafi náð mörgum þeirra. Ein sú þjóð, sem cinna lengst mun standa að baki öllum þorra annara þjóða, mun óefað vera Ástralíubúar. Náttúran hefir skamtað þeim hrjóstr- ugt land, og umgirt þá úthafi á alla vegi. Örlögin hafa gert þá að menningarlegum steingervingi. Þeir urðu að láta hverjum degi nægja sín þjáning, taka við því, sem landið þeirra rétti þeim sjálf- krafa, þeir lifa á veiðum eins og rándýrin. Nokkrar fjölskyldur búa saman í smáum þorpum, en á milli þorpanna eru ógna vega- lengdir, einmitt til þess, að engan skorti land til veiðifanga. Þegar nóttin breiðir hinn kalda og myrka faðm sinn yfir hið víðáttumikla landflæmi, safnast fjölskyldurnar saman við eld- inn, og kynda þá óspart, til þess að hræða alla þá anda og allar þær vondu vættir, sem alls staðar eru á sveimi í myrkrinu. Þegar skíða- logar, og reykjarmökkurinn liðast um lim trjánna, skríða svert- ingjarnir inn í holu þá, eða hreysi, sem þeir hafa að híbýli. Húsa- kynnin eru léleg, sums staðar gjótur eða hellar, annars staðar eru nokkrar greinar lifandi trjáa bundnar samar, þannig að úr laufi þeirra myndast „þak yfir höfuðið '. Sumir stinga nokkrum röftum niður í jörðina, binda enda þeirra saman að ofan, og þekja að utan með trjáberki og laufi, svo að úr verður hreysi, er helzt lík- ist hvítasykurstoppi. í hreysum og holum leitar fjölskyldan sér slcýlis fyrir óveðri og á nóttunni, þar liggur hún á óhreinni jörð- inni, maður kona og börn í einni hrúgu, enga feldi hafa þau sér til hlífðar, hvorki undir né á. Þarna hnipra þau sig saman og sofa svefni hinna réttlátu, þangað til dagurinn hefir rekið nóttina á braut. Loks hefir birtan rekið vofurnar á flótta, en bálið hefir hald- ið þeim í fjarlægð á meðan á nóttunni stóð. Frummaðurinn vakn- ar nú hvíldur og ósmeikur, nú er bjart, nú getur hann notið augn- anna og þarf ekkert að óttast. Það eina, sem nauðsyn er á, er að seðja hungrið, en það er hægra sagt en gert, því vistir verða hvorki sóttar í búr né skemmu. En skógurinn, sem umlykur hreys- ið á alla vegu, stendur honum opinn, þangað verður hann að sækja björg sína, og sem betur fer eru þar engin grimm rándýr, ekkert er að óttast nema ef vera skyldi nokkrar eiturslöngur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.