Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 11
NÁTTÚRUER. 73 &ð þetta væri „vonda blóðið“ úr sjúklingnum, sem hann hefði dregið út með ólinni“. Þessu trúði sjúklingurinn og fjöldinn, og varð til þess að manninum batnaði kvefið eða hvað það nú var. Stundum fer það svo, þrátt fyrir allar aðgerðir hins fjölkunna, að sjúklingurinn deyr, en þá er um að gera að finna sökudólg- inn, þann, sem með fjölkyngi olli dauðanum. Fyrst og fremst er að leita einhverra tákna um það, í hvaða átt hans sé að leita, en til merkis má t. d. hafa orm, sem skríður út frá líkinu, froðu, sem leitar út í annað munnvikið, eða hvað annað, sem vera skal, ef það að eins leiðir hugann að einhverri stefnu. Þegar stefnan er fundin, fylgja ættingjar þess dauða henni, og drepa fyrsta mann- inn, sem þeir rekast á, því enginn vafi leikur á því, að hann er sökudólgurinn. Þegar hefndinni er fullnægt, þarf að veita líkinu nábjarg- ir. Það er þá ýmist brennt, grafið, eða sett upp á eins konar pall, en eigi er öllu þar með lokið, því að sálinni þarf einnig að hlynna að. Að vísu býr hún framvegis í hól, steini eða tré, en skeð getur þó, að hún leiti líksins, og því eru lögð við það matföng, svo ekki þurfi sálin þaðan fastandi að fara. Ennfremur verða vopn að fylgja líkinu, t. d. bummerang, því með sál vopnanna getur sál þess dauða veitt sálir dauðra dýra. Eftir nokkra dvöl á jörðinni, komast sálirnar í himnaríki, því þaðan er við og við kastað niður reipum, en eftir þeim verða svo sálirnar að klifra, til þess að öðlast eilífan samastað, langt frá jörðinni. Þessi reipi eru stjörnuhröpin. í himnaríki er allt af nóg af vatni, og nóg af kengúru, sem sálirnar geta veitt. Þar eru einn- ig tvær, miklar slöngur, sem líkjast geltinum Sæhrímni í því, að þær eru sílifandi, hversu mikið sem af þeim er skorið til neyzlu. Það gefur að skilja, að mjög mikið af háttum frumbyggja Ástralíu hefir tekið miklum breytingum, eftir að Bretar settust þar að, og gerðu landið að sinni eign. Áður voru svertingjarnir dreifðir um allt landið, eins og þeir reyndar eru ennþá, og mynd- uðu enga samfellda heild. Þeim var skift í smá-stofna, og hafði hver stofn sitt landflæmi til veiðifanga. Eignarréttur flokkanna yfir héruðunum var svo mikill, að sækja varð um leyfi til þess að ganga á annarra jörð. í hverri sveit manna voru allir jafnir, þar var alls ekki að ræða um neina þjóðfélagsskipun, og verkaskifting var heldur engin, nema hvað það náði, sem að ofan er getið, um starfsmun karla og kvenna, og misréttið í hjónabandinu. Þetta var reglan, en út frá henni gat þó brugðið. Ef stríð bar að hönd- um, féll foringjahlutverk í skaut þess, sem mestur var og vitrast-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.