Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 27
NÁTTÚRUFR. 89 Strikuðu svæðin eru svæði þau, sem sérflórur eru til yfir. Eru þau merkt í sömu röð, og þeirra er getiö í ritgerðinni. Snæfellsnes og Dalina hefi eg merkt með gisnum strikum vegna þess að það er stærra svæði en svo, að kleift sé að skoða það til nokkurrar hiítar á einu sumri. Er því Snæfellsnessflóran að nokkru leyti fremur yfirlitsrit, en sérflóra. r Gróðurrannsókn Islands. Eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Það má telja, að rannsókn á náttúru Islands hefjist með ferðum þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1750— 57. — Sú vitneskja, er menn áður höfðu um landið og náttúru þess, var svo blandin hjátrú og hégiljum tíðarandans, að hún hafði harla litla vísindalega þýðingu. En Ferðabók þeirra Egg- erts og Bjarna skapaði grundvöll, er treysta mátti á og ofan á varð byggt, jafnframt því, sem hún vakti áhuga fræðimanna víða um lönd, til að kynnast eylandi þessu sem áður hafði verið hjúpað í hulu vanþekkingarinnar. En þótt langt sé nú liðið á aðra öldina síðan þeir Eggert ferðuðust, þá er samt furðu skammt á veg komin þekking vor á fjölmörgum atriðum íslenzkrar náttúru. —

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.