Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUPR. 91 skoöuð þar með nákvæmri staðar-gróðurrannsókn. Undirstaða slíkra rannsókna er skoðun einstakra héraða. Hafa nokkrar hér- aðaflórur verið gefnar út hér á landi, eru þær byggðar á rann- isóknum gerðar á tiltölulega löngum tíma, miðað við stærð hér- aðsins, er skoðað hefir verið. Skal hér talið það, er eg þekki af .slíkum héraðaflórum. Vatnsdalur í Húnavatnssýslu, Stefán Stefánsson 1894. Snæfellsnes, Dr. Helgi Jónsson 1899. Nesið milli ísafjarðar og Mjóafjarðar, Ingimar Óskarsson 1927. — Fáskrúðsfjörður og Eskifjörður, sami 1929. Hrísey á Eyjafirði, sami 1930. Eyjafjörðu'r innan Akureyrar, sami 1932. Svarfaðardalur, sami (óprentað). Aðaldalur í Suður-Þingeyjars., Helgi Jónasson (óprentað). Flóinn í Ámessýslu, Steindór Steindórsson (óprentað). Hluti af Landmannaafrétti, sami (óprentað). Ekki tel eg ósennilegt, að einhverjir áhugamenn kunni að eiga í fórum sínum flórulista yfir stór eða smá svæði, enda þótt mér sé það eigi kunnugt. En þrátt fyrir það, er augljóst, að enn er það lítið svæði af landinu, sem kalla má að grannskoðað sé. .Ætti mönnum því ekki að geta blandast hugur um, að tími sé til kominn að hefja verk þetta, því að það er seinunnið. Enda þótt héraðaflórurnar séu ekki fleiri en hér er getið, má heldur eigi gleyma því, að mikill fróðleikur um vaxtarstaði ís- lenzkra plantna er í öðrum ritum, bæði grasafræðiritgerðum og ferðabókum, innlendra manna og erlendra. En þetta liggur allt á víð og dreif, og ekkert heildaryfirlit er til prentað þar yfir ann- að en það, sem í Flóru er, það sem hún nær. Er því full þörf á að safna því saman jafnframt rannsókn landsins, og mun það allt geta gefið margar og merkilegar upplýsingar um landnám ís- lenzkra plantna o. fl. Það er vitanlegt, að gróðurrannsókn alls landsins krefst mik- ils tíma, ef vel á að vera unnin. Sú hefir líka orðið reynsla ná- grannaþjóða okkar, sem slíka rannsókn hafa framkvæmt, t. d. tók það Dani 18 ár (1904—1922) að Ijúka því starfi, og er þar þó ólíku saman að jafna, stærð landanna og aðstæðum öllum. Skal hér lýst með hverjum aðferðum Danir fengu framkvæmt verk þetta, en þeir tóku sér þar til fyrirmyndar þá nágranna sína, er á undan þeim höfðu orðið með framkvæmdir. En á und- an Danmörku var slík rannsókn gerð á Bretlandseyjum, í Noregi,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.