Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 32
94 NÁTTÚRUFR, Víðattkar víð rítskrá G. G. Bárðarsonar. Jarðmyndanir og landslag á Þingvöllum. Árbók Ferðafél. ’30.. Jarðmyndanir á Snæfellsnesi. Árbók Ferðafél. ’32. Jordvannen och vulkanudbrotten pá Island. Nordens Kalend- er 1933.— Óvinir æðarfuglsins. Andvari ’04. Eftir upplýsingum frá Steindóri Steindórssyni. Rít ttm íslenzka náttúrufræðí. Bjarni Sœmundsson: Fiskirannsóknir 1931—1932, skýrsla til stjórnar- ráðsins, Andvari 1933, bls. 17—64. Skemmtileg og í'róðleg ritgerð um rann- sóknarstörf höf. á árunum 1931—1932. Skýrir höfundur þar frá rannsóknum sínum á Skallagrími, á Sgilufirði, Patreksfirði og í Grindavík. Loks skýrir höfund- ur frá hvalaathugunum sínum, og fer nokkrum orðum um sjókortagerðina nýju. Eigi veit eg, hvort höfundur hefir veitt því athygli sjálfur, að hann getur haldið fagnaðarhátíð í ár, þetta er sem sé 25. skýrsla hans um fiskirannsóknir- Sú fyrsta kom út í Andvara 1895 (20. árg.), enda þótt eigi gæti beinlínis kallast slcýrsla, heldur yfirlit yfir íslenzkar fiskveiðar. I skýrslum dr. Bjarna í And- vara, er gerð grein fyrir árangiinum af 40 ára rannsóknum hans. Markús Loftsson: liit um jarðelda á Islandi, 2. útgáfa aukin, Reykjavíkr 1930. Enda þótt bók þessi sé ekki meðal allra yngstu rita, verður ekki fram hjá henni gengið, svo mikinn fróðleik, sem hún hefir að geyma um einhver hirr veigamestu fyrirbrigði íslenzkrar náttúru, og jafn vel og hún er rituð. Hér er gerð grein fyrir 16 Kötlugosum, á árunum 894—1928. Skaftáreldum, sem nærri höfðu lagt ísland í eyði (1783), er lýst nákvæmlega eftir handriti merkismanns- ins Jóns Steingrímssonar, prófasts. Þá er sagt frá 20 Heklugosum frá tímabilinu 1104—1913, eldgosi í Eyjafjallajökli 1822, eldgosi í Dyngjufjöllum 1875, og auk þess er minnst ýmissa eldgosa og eldsumbrota. Bók þessi á að standa við hlið: „Landskjálftar á Islandi", eftir Þorvald' Thoroddsen, í hverri íslenzkri bókahillu, hversu fátokleg sem hún er. Allir góðir íslendingar eiga að lesa Islendingasögurnar, en þeir, sem bezt vilja kynnast kjörum þeim, sem Islendingar hafa átt við að búa, og hinu tilkomumikla landí sínu, lesa þó þessar bækur fyrst og fremst. Arsrit Skógræktarfélags íslands, 1930—1932. Félagið var stofnað á Þing- völlum 1930, og má óhætt fullyrða, að fátt hafi verið jafn þarflegt. Arsritið gerir grein fyrir störfum félagsins, en auk þess eru í því ýmsar fróðlegar ritgjörðir eftir marga okkar beztu manna á því sviði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.