Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 9
NÁTTÚRUPR. 167 Sauðnaut eru nú aðeins á Norðaustur-Grænlandi, nyrzt í Kanada og á eyjunum þar fyrir norðan. Á ísöld munu þau hafa verið bæði í Evrópu og Síberíu, eftir beinafundum að dæma. Til skamms tíma hafa þau verið til miklu lengra suður eftir Kanada en nú er, alt suður á 60° n. br. (álíka sunnarlega og Shetlandseyjar). Með vaxandi tækni og aukinni þekkingu á ferðalögum um heimsskautalöndin hafa ferðalög aukist um þess- ar slóðir. Hefir „menningin" sett mark sitt þar, ekki hvað sízt með því að eyða sauðnautunum. Varla er um nokkurt dýr að ræða, sem jafn-auðvelt er að veiða eins og sauðnautin, fyrir Kálfur hjá dauðri móður. (Frá Gottu-leiðangrinum). imann með skotvopn í höndum. Veiðiþjóðir, sem búa á þessum slóðum, hafa eignast byssur og gengið í skrokk á sauðnautunum, þar sem þær hafa náð til þeirra. Hvítir menn, sem ferðast um þessar slóðir, þurfa á nýmeti að halda, og hefir það ekki hvað sizt komið niður á sauðnautunum. Og þegar kálfar eru veiddir, verður að drepa allmikið af fullorðnum dýrum, venjulega 8—4 fyrir hvern kálf. Viðkoman er fremur lítil; eftir því sem komið hefir í ljós hjá dýrum þeim, sem flutt voru 1929 til Spitzbergen, eru þau ekki kynþroska fyrr en þau eru þrevetra gömul (fæða afkvæmi fjögra vetra). Kálfarnir ganga undir móðurinni fram á annað sumar og munu því kýrnar ekki bera nema annaðhvort. ár. Venjulega fæða þær einn kálf, þó þekkist það, að kýr eigi tvo kálfa. Tveir kálfarnir, sem við tókum í ,,Gottu“-leiðangrin- um, virtust vera undan sömu kúnni, enda segjast norskir veiði- menn hafa orðið varir hins sama. Hingað til hafa menn verið í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.