Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 17
NÁTTÚRUFR.
175
frá Noregi, eru nú á Bjarmalandi við Reykjavík; áttu kvendýr-
in einnig að vera með fangi, en gutu ekki, og leit ekki út fyrir
að þau ætluðu að æxlast. Dýrin á Fossi drápust bæði, veit eg
ekki með vissu af hvaða ástæðu. Þegar sýnt var, að dýr það,
sem hér var í bænum — Lauga var hún nefnd, heitir raunar
fullu nafni Droplaug — kom ekki með unga, var henni með
vorinu komið að Miðengi. Ekki varð þess vart, að hún hefði.
samfarir með bónda þeim, er henni var fenginn, og bar ekki til
tíðinda annað en það, að hún beit eina stallsystur sína svo illa,
að hún beið bana af. Leit því enn út fyrir, að tilraunir með'
Nútriur.
dýr þessi ætlaði að misheppnast. En einn góðan veðurdag, seint
í október, fæðir Lauga litla af sér 5 unga og breyttist þá aftur
útlitið með dýr þessi. Þykist bóndinn á Miðengi geta kennt sér
um, að æxlunin hefir ekki orðið örari, og væntir þess, að kunna
betri tök á dýrunum framvegis. öll byrjun er erfið og mega
menn ekki búast við, að þeir séu strax orðnir kunnáttumenn í
þessari grein, sérstaklega þar sem um svo breytt lífsskilyrði er
að ræða, sem hjá þessum dýrum.
Þess má geta, að af þeim 3 ungum, sem fæddust í febrúar
1933, drápust 2 ca. mánaðargamlir, en fyrir slysni, sem hægt er
að fyrirbyggja framvegis.
Það er af dýrunum á Bjarmalandi að segja, að eitt þeirra,
karldýr, drapst í ágúst í sumar, snögglega; ástæðan ókunn. En