Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 21
NÁTTÚRUFR.
179
■dýrum, t. d. köttum, en venjulega gera þær það þá nærri strax
•eftir að ungarnir fæðast. Var eg þá mikið að hugsa um að taka
þessa 3 unga heim til mín og ala þá upp sjálfur, en hugsaði
sem svo, að héðan af dræpi hún þá ekki. Eftir rúma viku leit
•eg í kassann á ný og þá er ekki nema einn ungi. Nú skildi eg
hvernig í þessu mundi liggja. Það var faðirinn, sem mun hafa
gert heimsóknir í kassann, með þessum árangri!
Nú angraði það mig mest, að hafa ekki tekið ungana fyrir
viku. Að vísu hefði eg þá haft Dóru fyrir rangri sök. En nú
beið eg ekki boðanna, heldur tók ungann heim.
Nú kom nýr gestur á heim-
ilið, og þótti börnum mínum eng-
inn ami að því að fá hann. Við
urðum að fá „túttu“ og pela —
af minnstu gerð — því ennþá
var þetta pelabarn. Var gam-
an að sjá, hvernig hann hélt
báðum framfótunum um stút-
inn á pelanum, á meðan hann
drakk, alveg eins og smábarn.
Ef pelinn var settur á gólfið hjá
honum, komst hann fljótt á
„spenann" ; eins hafði hann vit á
að halla pelanum, þegar ekki gaf, lagðist jafnvel á hliðina á
gólfið til þess að geta drukkið af pelanum á hliðinni. En ekki
hafði hann þó vit á að lyfta upp botni pelans, þegar lítið var
•orðið í honum, eins og smáböm gera, og hafði hann þó nógu
fullkomnar ,,hendur“ til þess.
Þetta var meybarn og var kallað Bína. Varð hún jafnvel
•ennþá gæfari en köttur á líku reki. Fengu drengir mínir tveir,
8 og 10 ára, að hafa hana inni í herbergi hjá sér; var búið um
hana í kassa úti í horni. En Bína kunni ekki einverunni og
komst fljótt á lag með að klifra upp rúmstólpann til drengj-
anna. Var hún oft niðri undir sænginni hjá þeim, er þeir vökn-
nðu á morgnana!
Svo varð hún elsk að börnunum, að hún grét, ef hún var
of lengi án þeirra. „Grátur“ var það að vísu ekki, en angur-
vært hljóð, sem ekki er hægt að lýsa, líkist helzt ofur-hljóðlátu
hneggi. Hafði ég heyrt það áður í eldri ungunum, helzt ef þeim
var farið að leiðast eftir matnum. Bína óx nú og dafnaði,
jafnvel betur en barnið hennar Siggu. Þótti henni gaman að
12*
Bina og Nanna.