Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 25
N Á.TTÚRUPR.
183
flugi, þess vegna munu fáir, sem ekki þekkja kann, taka eftir
honum í veiðibjölluhóp. Útbreiðslusvæði hans er frá Dvína í
Rússlandi til Miðjarðarhafs og norður til Færeyja. En hann
verpir hvorki á íslandi né Grænlandi.
Hvernig stóð nú á þessum gestum hér? Rithöfundurinn
Þórir Bergsson, er stóð þarna niður við höfnina, sagði mér, er
eg benti honum á fuglana, að hann hefði komið daginn áður
með „Lyru“ frá Færeyjum, og að fuglar þessir hefðu elt hana
alla leið þaðan, og er mér nær að halda, að svo hafi verið.*
Ó. F.
Rjtipur á ferðalagí.
Um miðjan desember 1919 var eg staddur á Hellisheiði
vestan vert við Skálafell. Það var frost og talsverður snjór. Eg
heyri vængjaþyt yfir mér, og sé hátt uppi rjúpnahóp, á að gizka
1000 til 1500. Eg hefi aldrei séð rjúpur fljúga eins hátt eins
og þessi hópur gerði. Þær komu austan að og héldu í útnorður.
Eg horfði á eftir hópnum eins lengi og eg sá til þeirra, og
þær lækkuðu ekkert flugið. Þennan sama vetur gerði jarðbönn
um allt land, og rjúpur svo að segja hurfu héðan af landi burt.
Hvort þær hafa fallið hér af harðrétti eða farið af landi burt,
er ekki gott að segja um, en það líður tæplega langur tími,
þangað til hægt verður að vita hið rétta í þessu efni.
Jón Guðlaugsson.
Er skeíðöndín ísíenzk?
Seint í maímánuði 1931 tók eg eftir 2 ókunnum öndum,
sem seztar voru að hér í enginu á gulstararflæðu. Þetta voru
hjón og héldu sig innan um aðrar endur. En þarna er á vori
hverju slæðingur af flestöllum íslenzkum andategundum. Eg
gerði mér þá þegar mikið far um að komast sem bezt í námunda
við þessa fugla, svo að eg sæi þá semgreinilegast og gæti mynd-
að mér skoðun um, hvaða tegund það væri, því að svo mikið’
* Sjá annars Náttfr. III, bls. 95, Zöppentin: Sildemaager fra Island.