Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 9
NÁTTÚRTJFRÆÐINGURINN 1934 1 Kötlugosið síðasta. Kötlugosið 1918 er mesta eldgos, sem orðið hefir hér á landi síðan 1875. Þykir því hlýða að minnast þess hér að nokkru, þar sem nýlega eru liðin fimmtán ár frá því, er það varð, en rúmsins vegna verður farið fljótt yfir sögu, enda eru til ýmsar heimildir aðrar fyrir þá, sem vilja afla sér frekari fræðslu. Laust eftir hádegi laugardaginn 12. okt. 1918 fundust snarpir jarðskjálftakippir í Mýrdal, og litlu síðar sást mökkur yfir Mýrdalsjökli. Var hann hvítleitur í fyrstu, en sortnaði síð- an, og þótti mönnum þá augljóst, að Katla væri komin á stúf- ana. Hægviðri var á, en átt vestlæg, svo að mökkinn lagði aust- ur af jöklinum, og varð nokkurt öskufall í sveitunum fyrir aust- an Mýrdalssand. Um nónbil hljóp jökullinn. Kom vatnið fram í tveim stöðum: austast og vestast á sandinum. Vestara hlaupið hrauzt fram milli Hafurseyjar og Höfðabrekkuafréttar, unz það skall á Selfjalli. Féll þá nokkur hluti þess yfir í farveg Múla- kvíslar og eftir honum til sjávar, en meginíióðið ruddist suður sandinn, milli Selfjalls og Hafurseyjar, og á haf út beggja meg- in við Hjörleifshöfða. Náði það, að sögn, frá hæð þeirri á sand- inum, sem Lambajökull nefnist, og vestur undir Múlakvísl, svo að þessi hluti hlaupsins hefir verið um 12 km. á breidd við fjör- ur frammi. Austara hlaupið féll fram úr jöklinum nálægt Sand- felli. Lagði það undir sig austanverðan sandinn og klofnaði 1 ýmsar kvíslar um öldur og fell. Nyrzta kvíslin féll í Hólmsá, fyllti gljúfur hennar og svipti burt brúnni, en aðalvatnið tók stefnu á Álftaverið, og féll sumt fram yfir það og út í Kúðafljót, einkum eftir farvegu.m Skálmar og Landbrotsár, en sumt rann beint út í sjó vesur af Álftaveri, og er talið, að það hafi náð vestur að svonefndu Dýralækjarskeri. Þennan dag skyldi réttað í Álftaveri, og voru margir menn riðnir til réttar, en aðrir í fjárleitum á Mýrdalssandi, þegar hlaupið kom. Mistur var í lofti, og vissu þeir ekki fyrri til en vatnsfyllan fór að þeim. Skildu þeir þá eftir féð og tóku það ráð- ið, sem vænlegast var, að hleypa undan flóðinu allt hvað af tók, enda skorti lítið á, að sumir þeirra drægju ekki undan. í sama mund ætlaði maður nokkur úr Skaftártungu út í Álftaver, en þegar hann var kominn suður yfir Hólmsá, sá hann, hvar hlaup- ið steðjaði fram sandinn og snéri við sem skjótlegast. En þegar 1

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.